Íslenski boltinn

Arf­taki Davíðs Atla mættur í Víkina

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Karl Friðleifur Gunnarsson er mættur í Víkina.
Karl Friðleifur Gunnarsson er mættur í Víkina. Víkingur

Knattspyrnufélagið Víkingur tilkynnti í dag að liðið hefði samið við tvo leikmenn um að leika með liðinu í Pepsi Max deildinni á næstu leiktíð. Karl Friðleifur Gunnarsson kemur á láni og þá er Kwame Quee á leiðina í Víkina á nýjan leik.

Víkingur tilkynnti komu Karl Friðleifs fyrr í dag. Kemur þessi 19 ára gamli leikmaður á láni frá Breiðabliki en hann eyddi síðasta tímabili á láni hjá Gróttu. Þar lék hann alls 16 leiki og skoraði sex mörk er Grótta lék í fyrsta sinn í efstu deild karla í knattspyrnu. 

Er hann annar leikmaðurinn sem Víkingur fær frá fallliði Gróttu en Axel Freyr Harðarson samdi nýverið við Víking.

Davíð Örn Atlason gekk í raðir Breiðabliks á dögunum og reikna má með að Karl Friðleifur eigi að fylla skarð hans í hægri bakverði. Þá getur Karl einnig leikið í stöðu kantmanns.

Alls hefur Karl leikið 18 leiki í efstu deild hér á landi og fær nú tækifæri til að bæta við þann fjölda. Þá hefur hann leikið alls 27 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Þá staðfesti Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í samtali við íþróttadvef mbl.is að Kwame Quee væri á leiðina í Víkina á nýjan leik. Hann lék með liðinu á láni á síðustu leiktíð sem og sumarið 2019. Kwame – sem kemur frá Síerra Leóne – hefur alls leikið 44 leiki í efstu deild á íslandi sem og 21 í B-deild með Víking Ólafsvík ásamt átta leikum í bikarkeppni.

Kwame Quee er mun leika með Víkingum í sumar, að þessu sinni verður hann ekki á láni frá Blikum.Vísir/Vilhelm

Í viðtalinu við mbl.is segir Arnar að Víkingar stefni á að finn hreinræktaðan framherja eða „svokallaða níu.“ Þá sagði hann að markaðurinn væri erfiður og hann væri sáttur með hópinn ef það myndi ekki ganga að fá framherja til liðsins.


Tengdar fréttir

Axel Freyr til liðs við Víkinga

Knattspyrnudeild Víkings Reykjavíkur hefur samið við Axel Frey Harðarson um að leika með liðinu næstu tvö árin, en hann kemur til félagsins frá Gróttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×