Íslenski boltinn

Breiðablik kaupir Davíð frá Víkingi

Sindri Sverrisson skrifar
Davíð Örn Atlason hefur leikið stærstan hluta síns ferils með Víkingum en færir sig nú yfir Fossvoginn.
Davíð Örn Atlason hefur leikið stærstan hluta síns ferils með Víkingum en færir sig nú yfir Fossvoginn. vísir/bára

Knattspyrnumaðurinn Davíð Örn Atlason hefur skrifað undir samning við Breiðablik sem kaupir hann frá Víkingi Reykjavík.

Davíð er 26 ára gamall og einn besti bakvörður landsins. Hann hefur leikið með Víkingi R. nær allan sinn feril, þar af sex tímabil í efstu deild, og hann varð bikarmeistari með liðinu árið 2019.

Samkvæmt upplýsingum Vísis freistuðu Íslandsmeistarar Vals þess einnig að fá Davíð í sínar raðir en hann hefur nú samið við Blika sem urðu í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð.

Davíð á að baki 107 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim sex mörk.

Þess má til gamans geta að faðir Davíðs, handboltamaðurinn Atli Hilmarsson, lék um hríð með Breiðabliki á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×