Íslenski boltinn

Axel Freyr til liðs við Víkinga

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Axel Freyr Harðarson ásamt Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings.
Axel Freyr Harðarson ásamt Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings. Facebook/Víkingur

Knattspyrnudeild Víkings Reykjavíkur hefur samið við Axel Frey Harðarson um að leika með liðinu næstu tvö árin, en hann kemur til félagsins frá Gróttu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Víkingum í dag þar sem segir að Axel sé 21 árs gamall framsækinn miðjumaður sem getur leyst margar stöður.

Axel Freyr lék 17 leiki í Pepsi Max deildinni á síðustu leiktíð í fallliði Gróttu.

https://www.facebook.com/vikingurfc/posts/10157576970708239Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.