Íslenski boltinn

Pablo Punyed semur við Víking

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pablo Punyed er kominn í Víkingsbúninginn.
Pablo Punyed er kominn í Víkingsbúninginn. Instagram/@vikingurfc

Pablo Punyed hefur gert tveggja ára samning við Pepsi Max deildar lið Víkings og skiptir því Vesturbænum út fyrir Fossvoginn.

Knattspyrnudeild Víkings segir frá því á samfélagsmiðlum sínum að Pablo Punyed hafi samið um að leika með liðinu næstu tvö tímabil.

Pablo lék síðast með KR-ingum í þrjú tímabil en hann varð Íslandsmeistari með liðinu í fyrra. Pablo náði því einnig að verða bikarmeistari með ÍBV 2917 og Íslandsmeistari með Stjörnunni árið 2014.

Pablo er landsliðsmaður El Salvador og hefur leikið 24 landsleiki fyrir þjóð sína.

Pablo Punyed var með 7 mörk og 2 stoðsendingar í sextán leikjum með KR í Pepsi Max deild karla í ár en hann var markahæsti leikmaður Vesturbæjarliðsins í Pepsi Max deildinni.

Víkingur verður sjötta íslenska félagið sem Pablo Punyed spilar fyrir en frá því að hann kom hingað fyrst árið 2012 og spilaði með Fjölni í eitt tímabil þá hefur hann spilað með Fylki (2013), Stjörnunni (2014-15), ÍBV (2016-17) og nú síðast KR (2018-2020).

View this post on Instagram

Pablo Punyed í Víkina Knattspyrnudeild Víkings hefur samið við Pablo Punyed um að leika með liðinu næstu tvö tímabil. Pablo er knattspynuáhugafólki vel kunnugur, en hann hefur meðal annars leikið með Stjörnunni, ÍBV og KR hér á landi. Pablo er öflugur miðjumaður sem kemur með mikla hæfileika og reynslu inn í leikmannahóp Víkings. Pablo varð Íslandsmeistari með Stjörnunni árið 2014, bikarmeistari með ÍBV árið 2017 og Íslandsmeistari með KR árið 2019. Þá á Pablo að baki 24 landsleiki fyrir þjóð sína El Salvador. Knattspyrnudeild Víkings er afar ánægð með þennan góða liðsstyrk og býður Pablo hjartanlega velkominn í Víkina. Velkominn Pablo!

A post shared by Víkingur (@vikingurfc) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×