Sportið í dag: Liverpool nær ekki að skapa neitt á móti svona liðum Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2021 08:01 Mohamed Salah og félagar hafa ekki verið á skotskónum á heimavelli undanfarið. Getty/John Powell „Þetta er eitthvað sem að [Jürgen] Klopp þarf að leysa og hann þarf að leysa það hratt,“ sagði Rikki G í Sportinu í dag þegar talið barst að Liverpool og tapinu gegn Brighton í vikunni. Liverpool hefur nú tapað tveimur heimaleikjum í röð, gegn Burnley og Brighton, og ekki skorað á heimavelli í síðustu þremur leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Næstu gestir eru úr toppliði Manchester City. „Það myndi koma mér núll á óvart ef að Liverpool myndi mæta og vinna Manchester City á sunnudaginn. Einfaldlega vegna þess að City mun koma framarlega á þá. Liverpool er í meiri vandræðum á móti liðum sem eru lakari, því þau eru bara farin að setjast til baka. Liverpool er í reitabolta í 90 mínútur fyrir utan teiginn, án þess nánast að skapa sér svo mikið sem færi,“ sagði Rikki. „Eru menn bara sprungnir?“ „Þó að Sadio Mané hafi ekki verið inni á vellinum þá voru fremstu þrír Salah, Firmino og Shaqiri. Þessir þrír eiga alveg að geta skapað eitthvað. Fyrir aftan þá eru James Milner, Thiago Alcantara og Wijnaldum. Þó að það vanti menn í Liverpool-liðið þá breytir það því ekki að það er eitthvað í gangi á móti svona liðum, sem leggjast algjörlega í vörn. Liverpool nær ekki að skapa á móti þeim,“ bætti Riki við. „Svo virðist bara vanta þessa orku og þennan kraft sem hefur einkennt leik liðsins á þessu langa „rönni“. Eru menn bara sprungnir?“ spurði Henry Birgir. „Þeir vinna Tottenham úti og West Ham úti en tapa svo fyrir Brighton heima. Þannig eru sigurleikirnir nánast fyrir bí,“ sagði Rikki. Hann sagði að vissulega væru meiðsli varnarmanna Liverpool erfið: „Liverpool er klárlega langóheppnasta liðið af öllum 20 liðum deildarinnar hvað varðar meiðsli og fjarveru leikmanna. Það er enginn að tala um neitt annað. Þeir eru ekki með hafsentalínu.“ Það afsaki þó ekki hve illa gangi að skora: „Þetta er eitthvað sem að Klopp þarf að leysa og hann þarf að gera það hratt. Hann gæti alveg unnið City í næsta leik en hvað ætlar hann svo að gera gegn Fulham og West Bromwich Albion til dæmis?“ Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræða um Liverpool hefst eftir 20 mínútur og 25 sekúndur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Enski boltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Liverpool hefur nú tapað tveimur heimaleikjum í röð, gegn Burnley og Brighton, og ekki skorað á heimavelli í síðustu þremur leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Næstu gestir eru úr toppliði Manchester City. „Það myndi koma mér núll á óvart ef að Liverpool myndi mæta og vinna Manchester City á sunnudaginn. Einfaldlega vegna þess að City mun koma framarlega á þá. Liverpool er í meiri vandræðum á móti liðum sem eru lakari, því þau eru bara farin að setjast til baka. Liverpool er í reitabolta í 90 mínútur fyrir utan teiginn, án þess nánast að skapa sér svo mikið sem færi,“ sagði Rikki. „Eru menn bara sprungnir?“ „Þó að Sadio Mané hafi ekki verið inni á vellinum þá voru fremstu þrír Salah, Firmino og Shaqiri. Þessir þrír eiga alveg að geta skapað eitthvað. Fyrir aftan þá eru James Milner, Thiago Alcantara og Wijnaldum. Þó að það vanti menn í Liverpool-liðið þá breytir það því ekki að það er eitthvað í gangi á móti svona liðum, sem leggjast algjörlega í vörn. Liverpool nær ekki að skapa á móti þeim,“ bætti Riki við. „Svo virðist bara vanta þessa orku og þennan kraft sem hefur einkennt leik liðsins á þessu langa „rönni“. Eru menn bara sprungnir?“ spurði Henry Birgir. „Þeir vinna Tottenham úti og West Ham úti en tapa svo fyrir Brighton heima. Þannig eru sigurleikirnir nánast fyrir bí,“ sagði Rikki. Hann sagði að vissulega væru meiðsli varnarmanna Liverpool erfið: „Liverpool er klárlega langóheppnasta liðið af öllum 20 liðum deildarinnar hvað varðar meiðsli og fjarveru leikmanna. Það er enginn að tala um neitt annað. Þeir eru ekki með hafsentalínu.“ Það afsaki þó ekki hve illa gangi að skora: „Þetta er eitthvað sem að Klopp þarf að leysa og hann þarf að gera það hratt. Hann gæti alveg unnið City í næsta leik en hvað ætlar hann svo að gera gegn Fulham og West Bromwich Albion til dæmis?“ Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræða um Liverpool hefst eftir 20 mínútur og 25 sekúndur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Enski boltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira