Segir umgjörðina hjá Val svipaða og hjá sterkum liðum á Norðurlöndunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. febrúar 2021 16:30 Arnór Smárason leikur í fyrsta sinn með meistaraflokki á Íslandi í sumar. vísir/sigurjón ólason Arnór Smárason segir að aðstaðan og umgjörðin hjá Val sé sambærileg því sem hann kynntist á ferli sínum sem atvinnumaður. Arnór gekk í raðir Vals í vetur eftir sextán ár í atvinnumennsku. Skagamaðurinn fór til Heereveen í Hollandi þegar hann var sextán ára en hann hefur aldrei leikið með meistaraflokki á Íslandi. „Ég er að koma inn í mjög svipað umhverfi og ég er búinn að vera í mörgum af þessum félögum erlendis. Það er rosalega vel að þessu staðið hjá Val. Þetta er greinilega félag með mikinn metnað, maður finnur það þegar maður kemur hingað á Hlíðarenda að það er einhver stemmning í loftinu og menn vilja gera þetta almennilega. Það smitar út frá sér,“ sagði Arnór í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Arnór segir að aðstaðan og allt umhverfi hjá standist sterkum liðum á Norðurlöndunum snúning. Enn flottara en ég hélt „Ég myndi segja það, klárlega. Heimir [Guðjónsson] er þekktur fyrir að vilja hafa mikið tempó á æfingum og menn eru tilbúnir að leggja það á sig og vera klárir þegar alvaran byrjar,“ sagði Arnór. „Mér finnst þetta vera ennþá flottara heldur en ég hélt. Þetta er mjög atvinnumannalegt. Þetta er komið á skandinavískt stig hvað varðar aðstöðu, umgjörð og gæði inni á vellinum. Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun, að hafa komið í Val. Ég er mjög spenntur fyrir sumrinu.“ Spil og píla Valsmenn æfa tvisvar á dag á þriðjudögum og fimmtudögum. Þá eru leikmenn liðsins saman góðan hluta dagsins eins og um venjulegan átta tíma vinnudag væri að ræða. „Mér finnst þetta koma mjög vel út. Við mætum snemma í morgunmat, förum saman út á æfingu og erum svo saman í hádegismat og höfum góðan frítíma áður en seinni æfingin byrjar. Menn taka í spil og henda pílum. Þjálfarinn getur tekið auka fundi. Það eru margir möguleikar,“ sagði Arnór að endingu. Klippa: Sportpakkinn - Arnór um Val Pepsi Max-deild karla Valur Sportpakkinn Mest lesið Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Grindavík á lífi eftir dramatíska endurkomu Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
Arnór gekk í raðir Vals í vetur eftir sextán ár í atvinnumennsku. Skagamaðurinn fór til Heereveen í Hollandi þegar hann var sextán ára en hann hefur aldrei leikið með meistaraflokki á Íslandi. „Ég er að koma inn í mjög svipað umhverfi og ég er búinn að vera í mörgum af þessum félögum erlendis. Það er rosalega vel að þessu staðið hjá Val. Þetta er greinilega félag með mikinn metnað, maður finnur það þegar maður kemur hingað á Hlíðarenda að það er einhver stemmning í loftinu og menn vilja gera þetta almennilega. Það smitar út frá sér,“ sagði Arnór í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Arnór segir að aðstaðan og allt umhverfi hjá standist sterkum liðum á Norðurlöndunum snúning. Enn flottara en ég hélt „Ég myndi segja það, klárlega. Heimir [Guðjónsson] er þekktur fyrir að vilja hafa mikið tempó á æfingum og menn eru tilbúnir að leggja það á sig og vera klárir þegar alvaran byrjar,“ sagði Arnór. „Mér finnst þetta vera ennþá flottara heldur en ég hélt. Þetta er mjög atvinnumannalegt. Þetta er komið á skandinavískt stig hvað varðar aðstöðu, umgjörð og gæði inni á vellinum. Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun, að hafa komið í Val. Ég er mjög spenntur fyrir sumrinu.“ Spil og píla Valsmenn æfa tvisvar á dag á þriðjudögum og fimmtudögum. Þá eru leikmenn liðsins saman góðan hluta dagsins eins og um venjulegan átta tíma vinnudag væri að ræða. „Mér finnst þetta koma mjög vel út. Við mætum snemma í morgunmat, förum saman út á æfingu og erum svo saman í hádegismat og höfum góðan frítíma áður en seinni æfingin byrjar. Menn taka í spil og henda pílum. Þjálfarinn getur tekið auka fundi. Það eru margir möguleikar,“ sagði Arnór að endingu. Klippa: Sportpakkinn - Arnór um Val
Pepsi Max-deild karla Valur Sportpakkinn Mest lesið Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Grindavík á lífi eftir dramatíska endurkomu Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira