Erlent

Leggja til að bólu­efni AstraZeni­ca verði ekki veitt fólki eldri en 65 ára

Atli Ísleifsson skrifar
Bóluefni AstraZenica fékk skilyrt markaðsleyfi í Evrópu síðastliðinn föstudag.
Bóluefni AstraZenica fékk skilyrt markaðsleyfi í Evrópu síðastliðinn föstudag. Getty/Christopher Furlong

Lýðheilsustofnun Svíþjóðar hefur gefið út ráðleggingar um að bóluefni AstraZenica gegn kórónuveirunni skuli ekki veitt fólki sem er eldra en 65 ára þar í landi.

Sören Andersson, sviðsstjóri hjá stofnuninni, segir að bóluefni AstraZenica muni beinast að aldurshópum yngri en 65 ára. „Hin bóluefnin sem hafa fengið markaðsleyfi [Pfizer/BioNTech og Moderna] munu til að byrja með fara til þeirra sem eldri eru,“ segir Andersson.

Í frétt SVT segir að ástæða þess að bóluefnið muni ekki fara til fólks 65 ára og eldri, er að áhrif þess á þá elstu hafa ekki verið nægilega rannsökuð.

Áður hafa þýsk heilbrigðisyfirvöld lýst yfir að bóluefni AstraZenica verði ekki veitt elstu aldurshópunum.

Ísland hefur samið við AstraZenica um 230 þúsund skammta sem duga fyrir um 115 þúsund einstaklinga. Er reiknað með að Íslandi fái 13.800 skammta frá framleiðandanum í þessum mánuði.


Tengdar fréttir

Segja bóluefni AstraZeneca ekki virka fyrir 65 ára og eldri

Bóluefni AstraZeneca er sagt ekki munu fá markaðsleyfi í Evrópu til bólusetningar þeirra sem eru 65 ára og eldri. Ástæðan mun vera sú að bóluefnið tryggi eldra fólki ekki næga vörn gegn sjúkdómnum. Þessum fullyrðingum neitar aftur á móti AstraZeneca.

Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna

Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“  en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×