Erlent

Fimm særðir eftir skot­á­rás í Sví­þjóð

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir skoti.
Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir skoti. EPA-EFE

Minnst fimm eru særðir eftir það sem er talið vera skotárás í Helsingborg í Svíþjóð. Lögregla fékk tilkynningu um óeirðir og skotárásir í Söderhverfi á níunda tímanum í kvöld að staðartíma.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa þrír komist á sjúkrahús af sjálfsdáðum en tveir fundust særðir á vettvangi. Talsmaður lögreglu segir að um skotsár sé að ræða í öllum fimm tilvikum.

Hinir særðu eru allir karlmenn á þrítugs og fertugsaldri. Ekki er ljóst hversu illa þeir eru særðir. Lögregla er með viðbúnað á sjúkrahúsinu og hefur öll umferð að því verið stöðvuð til þess að tryggja öryggi starfsfólks ef til árásar þar skyldi koma.

Tilkynnt var um skothvelli við Västra Sandgatan á níunda tímanum í kvöld og var lögregla fljót að komast á vettvang. Þar hafði orðið bílslys stuttu áður, þar sem tveir bílar skullu saman, sem lögregla telur tengjast skotárásinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×