Erlent

Þungunarrofsbanni mótmælt þriðja daginn í röð

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Löggjöfin kveður á um algjört bann við þungunarrofi.
Löggjöfin kveður á um algjört bann við þungunarrofi. Vísir/EPA

Þúsundir söfnuðust saman á götum Varsjár og víðar í Póllandi í gærkvöldi, þriðja daginn í röð, til að mótmæla hertum lögum um þungunarrof í landinu.

Lögin kveða á um algjört bann við þungunarrofi – nema ef þungunin varð eftir nauðgun eða ef líf eða heilsa konunnar er í hættu

Mikill viðbúnaður hefur verið í Póllandi síðan lögin tóku gildi á miðvikudag. Táragasi var beitt á fólk í gær og voru sex handteknir. Tveir lögreglumenn voru fluttir á sjúkrahús eftir átök við mótmælendur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×