Erlent

Sagðist hafa geymt lík móður sinnar í frysti í tíu ár

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan handtók konuna eftir að ræstingastarfsmaður fann lík móður hennar.
Lögreglan handtók konuna eftir að ræstingastarfsmaður fann lík móður hennar. Getty

Lögregla í Tókýó, höfuðborg Japans, hefur handtekið konu eftir að lík móður hennar fannst í frysti í íbúð hennar.

Breska ríkisútvarpið greinir frá málinu og segir frá því að konan, sem heitir Yumi Yoshino og er 48 ára, hafi komið að móður sinni látinni fyrir um tíu árum síðan. Hún hafi ákveðið að fela lík hennar í frystinum því hún hafi ekki viljað flytja út úr íbúðinni sem þær bjuggu saman í.

Samkvæmt lögreglu var enga áverka að finna á líkinu við fyrstu skoðun. Þá var ekki unnt að skera úr um hvenær móðirin lést eða hver dánarorsökin var.

Samkvæmt BBC var það ræstingarstarfsmaður sem fann líkið eftir að Yoshino hafði verið borin út úr íbúðinni vegna vanskila á leigugreiðslum. Í kjölfarið var Yoshino handtekin á hóteli í borginni Chiba, skammt frá Tókýó.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×