Innlent

Bóluefni AstraZeneca komið með markaðsleyfi á Íslandi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar.
Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Vísir/egill

Lyfjastofnun veitti rétt í þessu bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni skilyrt íslenskt markaðsleyfi. Bóluefnið er það þriðja sem fær markaðsleyfi hér á landi en bólusetning er þegar hafin með bóluefnum Pfizer og Moderna.

Í tilkynningu Lyfjastofnunar segir að bóluefni AstraZeneca verji einstaklinga gegn Covid-19 og sé ætlað til notkunar hjá einstaklingum 18 ára og eldri. Markaðsleyfið byggi á markaðsleyfi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, en leyfisveiting hennar byggir á meðmælum Lyfjastofnunar Evrópu. Meðmælin og markaðsleyfi framkvæmdastjórnarnarinnar birtust fyrr í dag.

Bóluefnið er það þriðja gegn Covid-19 sem hlýtur markaðsleyfi hérlendis, en áður hafa verið samþykkt bóluefnin Comirnaty frá BioNTech/Pfizer og COVID-19 Vaccine Moderna

Yfirlestur á íslenskum þýðingum fylgiseðils og samantektar á eiginleikum lyfs stendur yfir hjá Lyfjastofnun og verða íslenskir textar birtir um leið og þeir eru endanlegir. Sérstök upplýsingasíða um bóluefnið verður einnig birt von bráðar á vef Lyfjastofnunar.

Ísland fær um 230 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca sem duga fyrir um 115 þúsund einstaklinga. Von er á 13.800 skömmtum af bóluefninu hingað til lands í febrúar.


Tengdar fréttir

Bólu­efni AstraZene­ca komið með markaðs­leyfi í Evrópu

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti nú síðdegis skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. Dreifing á bóluefninu í álfuni mun því geta hafist von bráðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×