Áttundi sigur City í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það var létt yfir City mönnum er þeir fögnuðu sigurmarkinu sem kom snemma leiks.
Það var létt yfir City mönnum er þeir fögnuðu sigurmarkinu sem kom snemma leiks. Martin Rickett/Getty

Manchester City er í góðum málum í ensku úrvalsdeildinni. Þeir unnu nauman 1-0 sigur á Sheffield United í dag. City er með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar en Sheffield er á botninum.

City hefur unnið átta leiki í röð í deildinni og ekki tapað síðan þeir töpuðu gegn Tottenham 21. nóvember. Þeir hafa einnig haldið hreinu í sjö af átta leikjunum og ekki fengið á sig mark síðan 3. janúar.

Fyrsta og eina mark leiksins kom strax á níundu mínútu leiksins. Gabriel Jesus skoraði þá eftir að Ferran Torres kom sér í gegnum þó nokkra varnarmann Sheffield United. Lokatölur 1-0 og enn einn sigur City.

Crystal Palace vann 1-0 sigur á Wolves. Eberechi Eze skoraði eina mark leiksins eftir klukkutíma leik. Palace er í þrettánda sætinu með 26 stig en Wolves er sæti neðar með þremur stigum minna.

WBA og Fulham gerðu svo 2-2 jafntefli. Bobby Reid kom Fulham yfir en Kyle Bartley og Matheus Pereira snéru við taflinu fyrir WBA. Ivan Cavaleiro jafnaði þó metin þrettán mínútum fyrir leikslok og lokatölur 2-2.

Fulham í átjánda sæti með fjórtán stig en WBA sæti neðar með tveimur stigum minna.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira