Innlent

Bara krapi svo langt sem augað eygir

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá vettvangi við Jökulsá á Fjöllum síðdegis í dag.
Frá vettvangi við Jökulsá á Fjöllum síðdegis í dag. Skjáskot/Brynjar Ástþórsson

Á morgun verður hafist handa við að ýta út krapa sem hefur safnast við veginn við Jökulsá á Fjöllum. Í gær þurfti að loka þjóðvegi eitt milli Mývatns og Egilsstaða vegna krapastífllu sem flæddi yfir veginn.

Brynjar Ástþórsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni, tók myndirnar sem sjást í spilaranum hér fyrir neðan. Hann segir að eina sem sjáist á svæðinu sé krapi svo langt sem augað eygir. Hvorki sé hægt að sjá ofan í ána né heyra í rennsli.

Vegurinn var opnaður í dag undir eftirliti Vegagerðarinnar en var lokað aftur klukkan sex í varúðarskyni. Hann verður opnaður aftur klukkan níu í fyrramálið.


Tengdar fréttir

Óttast að krapastífla sé á fleiri stöðum í Jökulsá

Verkstjóri á Húsavík sem staddur er við Krapastífluna við Jökulsá á Fjöllum óttast að fleiri krapastíflur séu í ánni. Lögreglan á Norðurlandi eystra er á leiðinni með dróna til að ná betri yfirsýn.

Krapaflóðið lokar enn hringveginum

Hringvegurinn milli Mývatns og Egilsstaða er enn lokaður þar sem krapastífla flæðir yfir veginn við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum.

Þriggja metra djúpur „krapahaugur“ lokar þjóðveginum

Krapastífla flæðir nú yfir þjóðveg 1 við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. Vegurinn milli Mývatns og Egillstaða er lokaður af þessum sökum. Lögregla segir „krapahauginn“ einna líkastan snjóflóði; hann sé um þriggja metra djúpur og nái yfir um 200 metra vegkafla.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×