Innlent

Krapaflóðið lokar enn hringveginum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi á Mývatnsöræfum í gær.
Frá vettvangi á Mývatnsöræfum í gær. Lögreglan

Hringvegurinn milli Mývatns og Egilsstaða er enn lokaður þar sem krapastífla flæðir yfir veginn við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum.

Vegur númer 85 um ströndina og er verið að moka hann samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Ástandið við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum verður metið í birtingu.

Vetrarfærð er annars í flestum landshlutum og verið að moka á leiðum þar sem þess er þörf, þó er greiðfært með suðurströndinni.

Á Vestfjörðum er Steingrímsfjarðarheiði ófær, óvissustig er í gildi í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu og vegurinn um Flateyrarveg er lokaður vegna snjófljóðahættu. Þá er óvissustig einnig í gildi í Ólafsfjarðarmúla á Norðurlandi vegna snjóflóðahættu.

Nánar má kynna sér færð á vegum á vef Vegagerðarinnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.