Þriggja metra djúpur „krapahaugur“ lokar þjóðveginum Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2021 18:04 Frá vettvangi á Mývatnsöræfum í dag. Lögreglan Krapastífla flæðir nú yfir þjóðveg 1 við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. Vegurinn milli Mývatns og Egillstaða er lokaður af þessum sökum. Lögregla segir „krapahauginn“ einna líkastan snjóflóði; hann sé um þriggja metra djúpur og nái yfir um 200 metra vegkafla. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á Norðurlandi eystra að lögreglumenn séu nú á vettvangi á Mývatnsöræfum vegna flóðsins, sem varð vestan Jökulsár á Fjöllum við Grímsstaði. Áin hafi flætt yfir veg vestan við brúna „og skilið eftir sig gríðarlegt magn af krapa og íshröngli.“ „Krapahaugur þessi er einna líkastur snjóflóði, um 3ja metra djúpur og nær yfir um 200 m. af veginum,“ segir í tilkynningu lögreglu. Hringveginum frá Kröfluafleggjara í vestri og Vopnafjarðarafleggjara í austri hefur verið lokað af þessum sökum. Vegagerðin bendir á hjáleið um veg 85 við norðausturströndina. Athugið: Krapastífla flæðir yfir þjóðveg 1 við brúnna við Jökulsá á Fjöllum þannig að vegurinn á milli Mývatns og Egilsstaða er lokaður. Hægt er að fara um veg 85 um norðausturströndina. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 26, 2021 Moksturstæki eru nú á leið á vettvang úr byggð og munu hefjast handa mokstur síðar í kvöld. Lögregla segir ljóst að langan tíma muni taka að opna veginn á ný. Þá sé ekki vitað um ástand hans undir krapahaugnum. Áin sjálf virðist þó hafa rutt sig og vatnssöfnun ekki í gangi á svæðinu eins og er. Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði er merkt inn á meðfylgjandi kort. Talið er að krapaflóðið hafi hlaðist upp síðdegis í dag, upp úr klukkan 15. Lögregla vísar í gögn Veðurstofunnar, þar sem fram kemur að vatnshæð árinnar hafi náð hámarki um miðjan dag í dag og svo snarfallið aftur. Lögregla á Norðurlandi eystra, Vegagerðin og Veðurstofan munu fylgjast með gangi mála. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Náttúruhamfarir Veður Norðurþing Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á Norðurlandi eystra að lögreglumenn séu nú á vettvangi á Mývatnsöræfum vegna flóðsins, sem varð vestan Jökulsár á Fjöllum við Grímsstaði. Áin hafi flætt yfir veg vestan við brúna „og skilið eftir sig gríðarlegt magn af krapa og íshröngli.“ „Krapahaugur þessi er einna líkastur snjóflóði, um 3ja metra djúpur og nær yfir um 200 m. af veginum,“ segir í tilkynningu lögreglu. Hringveginum frá Kröfluafleggjara í vestri og Vopnafjarðarafleggjara í austri hefur verið lokað af þessum sökum. Vegagerðin bendir á hjáleið um veg 85 við norðausturströndina. Athugið: Krapastífla flæðir yfir þjóðveg 1 við brúnna við Jökulsá á Fjöllum þannig að vegurinn á milli Mývatns og Egilsstaða er lokaður. Hægt er að fara um veg 85 um norðausturströndina. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 26, 2021 Moksturstæki eru nú á leið á vettvang úr byggð og munu hefjast handa mokstur síðar í kvöld. Lögregla segir ljóst að langan tíma muni taka að opna veginn á ný. Þá sé ekki vitað um ástand hans undir krapahaugnum. Áin sjálf virðist þó hafa rutt sig og vatnssöfnun ekki í gangi á svæðinu eins og er. Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði er merkt inn á meðfylgjandi kort. Talið er að krapaflóðið hafi hlaðist upp síðdegis í dag, upp úr klukkan 15. Lögregla vísar í gögn Veðurstofunnar, þar sem fram kemur að vatnshæð árinnar hafi náð hámarki um miðjan dag í dag og svo snarfallið aftur. Lögregla á Norðurlandi eystra, Vegagerðin og Veðurstofan munu fylgjast með gangi mála. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Náttúruhamfarir Veður Norðurþing Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Sjá meira