Óttast að krapastífla sé á fleiri stöðum í Jökulsá Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. janúar 2021 12:42 Verkstjóri Vegagerðarinnar óttast að stíflur hafi myndast á fleiri stöðum í Jökulsá. Lögreglan á Norðurlandi eystra Verkstjóri á Húsavík sem staddur er við Krapastífluna við Jökulsá á Fjöllum óttast að fleiri krapastíflur séu í ánni. Lögreglan á Norðurlandi eystra er á leiðinni með dróna til að ná betri yfirsýn. Hann segir útlitið ekki gott, það eina sem hann sjái sé krapi svo langt sem augað eygir. Í gær þurfti að loka þjóðvegi 1 við brúna við Jökulsá á fjöllum á milli Mývatns og Egilsstaða vegna krapastíflu sem flæddi yfir veginn. Búið er að opna veginn við Jökulsá og verður umferð um veginn undir eftirliti þar til dimmir eða um 18.00 en þá verður veginum aftur lokað í varúðarskyni. Brynjar Ástþórsson, verkstjóri Vegagerðarinnar á Húsavík er staddur við Jökulsá og segir útlitið hreint ekki gott. „Þetta lítur alls ekkert spennandi út, það er kominn krapi út um allt; upp á bakka og svona. Það er svona hundrað metra kafli frá brú sem þurfti að ryðja út í gær þannig að fólk kæmist á milli sem var komið að brúnni þegar flóðið fór. Það er boði hérna sem notaður er fyrir vatnsmælingar og hann er á hliðinni hérna og það heyrist ekki í rennsli eða neinu. Við sjáum ekki ofan í ána.“ Óttast er að krapastífla hafi myndast á fleiri stöðum í Jökulsá. „Það er mjög líklegt að það sé einhver krapastífla þarna ofan við sem veldur því að það er ekkert rennsli hérna niður frá og svo í gær kom annað flóð hérna ofan við þannig að það er mjög líklegt að það sé einhver stífla fyrir neðan líka.“ Lögreglan á Norðurlandi eystra er á leiðinni á vettvang og hún er með dróna meðferðis til að öðlast nánari yfirsýn yfir stöðuna því eins og er sér Brynjar ekkert nema krapa. „Það er frostþoka hérna þannig að það sést ekki langt en það sem við sjáum er bara krapi,“ sagði Brynjar Ástþórsson, verkstjóri Vegagerðarinnar á Húsavík. Lögreglumál Náttúruhamfarir Veður Norðurþing Tengdar fréttir Krapaflóðið lokar enn hringveginum Hringvegurinn milli Mývatns og Egilsstaða er enn lokaður þar sem krapastífla flæðir yfir veginn við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. 27. janúar 2021 07:26 Þriggja metra djúpur „krapahaugur“ lokar þjóðveginum Krapastífla flæðir nú yfir þjóðveg 1 við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. Vegurinn milli Mývatns og Egillstaða er lokaður af þessum sökum. Lögregla segir „krapahauginn“ einna líkastan snjóflóði; hann sé um þriggja metra djúpur og nái yfir um 200 metra vegkafla. 26. janúar 2021 18:04 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Sjá meira
Hann segir útlitið ekki gott, það eina sem hann sjái sé krapi svo langt sem augað eygir. Í gær þurfti að loka þjóðvegi 1 við brúna við Jökulsá á fjöllum á milli Mývatns og Egilsstaða vegna krapastíflu sem flæddi yfir veginn. Búið er að opna veginn við Jökulsá og verður umferð um veginn undir eftirliti þar til dimmir eða um 18.00 en þá verður veginum aftur lokað í varúðarskyni. Brynjar Ástþórsson, verkstjóri Vegagerðarinnar á Húsavík er staddur við Jökulsá og segir útlitið hreint ekki gott. „Þetta lítur alls ekkert spennandi út, það er kominn krapi út um allt; upp á bakka og svona. Það er svona hundrað metra kafli frá brú sem þurfti að ryðja út í gær þannig að fólk kæmist á milli sem var komið að brúnni þegar flóðið fór. Það er boði hérna sem notaður er fyrir vatnsmælingar og hann er á hliðinni hérna og það heyrist ekki í rennsli eða neinu. Við sjáum ekki ofan í ána.“ Óttast er að krapastífla hafi myndast á fleiri stöðum í Jökulsá. „Það er mjög líklegt að það sé einhver krapastífla þarna ofan við sem veldur því að það er ekkert rennsli hérna niður frá og svo í gær kom annað flóð hérna ofan við þannig að það er mjög líklegt að það sé einhver stífla fyrir neðan líka.“ Lögreglan á Norðurlandi eystra er á leiðinni á vettvang og hún er með dróna meðferðis til að öðlast nánari yfirsýn yfir stöðuna því eins og er sér Brynjar ekkert nema krapa. „Það er frostþoka hérna þannig að það sést ekki langt en það sem við sjáum er bara krapi,“ sagði Brynjar Ástþórsson, verkstjóri Vegagerðarinnar á Húsavík.
Lögreglumál Náttúruhamfarir Veður Norðurþing Tengdar fréttir Krapaflóðið lokar enn hringveginum Hringvegurinn milli Mývatns og Egilsstaða er enn lokaður þar sem krapastífla flæðir yfir veginn við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. 27. janúar 2021 07:26 Þriggja metra djúpur „krapahaugur“ lokar þjóðveginum Krapastífla flæðir nú yfir þjóðveg 1 við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. Vegurinn milli Mývatns og Egillstaða er lokaður af þessum sökum. Lögregla segir „krapahauginn“ einna líkastan snjóflóði; hann sé um þriggja metra djúpur og nái yfir um 200 metra vegkafla. 26. janúar 2021 18:04 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Sjá meira
Krapaflóðið lokar enn hringveginum Hringvegurinn milli Mývatns og Egilsstaða er enn lokaður þar sem krapastífla flæðir yfir veginn við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. 27. janúar 2021 07:26
Þriggja metra djúpur „krapahaugur“ lokar þjóðveginum Krapastífla flæðir nú yfir þjóðveg 1 við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. Vegurinn milli Mývatns og Egillstaða er lokaður af þessum sökum. Lögregla segir „krapahauginn“ einna líkastan snjóflóði; hann sé um þriggja metra djúpur og nái yfir um 200 metra vegkafla. 26. janúar 2021 18:04