Íslenski boltinn

Þróttur fær góðan liðsstyrk frá Bandaríkjunum

Sindri Sverrisson skrifar
Þróttarar áttu góðu gengi að fagna á síðustu leiktíð og urðu í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar.
Þróttarar áttu góðu gengi að fagna á síðustu leiktíð og urðu í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Mynd/Sigurbjörn Andri Óskarsson

Þróttur R. hefur tryggt sér góðan liðsstyrk frá Bandaríkjunum en félagið hefur samið við miðjumanninn Katie Cousins og framherjann Shaelan Murison.

Cousins er 24 ára miðjumaður sem á að baki fjölda leikja með U20-landsliði Bandaríkjanna, meðal annars á HM U20 ára árið 2016. Hún lék með sterku liði Tennessee í efstu deild bandaríska háskólaboltans og var tvö tímabil í röð valin í úrvalslið þrjú í deildinni.

Katie Cousins lék með sterku liði Tennesse háskólans.

Murison er 22 ára gömul og raðaði inn mörkum fyrir Santa Barbara háskólann. Alls skoraði hún 34 mörk í 76 leikjum fyrir liðið. Árið 2018 var hún valin í úrvalslið Big West riðilsins.

Þróttarar, sem horfðu á eftir bakverðinum öfluga Mary Alice Vignola til Vals eftir síðasta tímabil, horfa björtum augum á komandi leiktíð. Sem nýliði endaði Þróttur í 5. sæti af tíu liðum Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð, þó aðeins tveimur stigum frá fallsæti.

Shaelan Murison kemur til Þróttar eftir að hafa spilað með Santa Barbara.

„Þetta eru gríðarlega spennandi leikmenn,“ segir Kristján Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar Þróttar, í fréttatilkynningu og bætir við: „Í bland við okkar góða hóp af uppöldum Þrótturum og öðrum leikmönnum sem hafa verið hjá okkur lengi, þá teljum við þessir leikmenn muni tryggja að Þróttur tefli fram sterku liði á komandi sumri.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.