Aðeins fimm repúblikanar greiddu atkvæði á móti frávísun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. janúar 2021 23:04 Repúblikanarnir sem greiddu atkvæði á móti frávísunartillögunni eru allir þekktir fyrir að vera gagnrýnendur Trump. Afar ólíklegt verður að teljast að Donald Trump verði fundinn sekur í öldungadeild bandaríska þingsins þegar ákærur á hendur honum verða teknar fyrir. Meirihluti þingmanna repúblikana greiddu í dag atkvæði með tillögu um að vísa ákærunum frá. Trump var ákærður af fulltrúadeildinni fyrir að hvetja til uppreisnar í tengslum við innrás í þinhúsið í Washington D.C. hinn 6. janúar síðastliðinn. Málið verður tekið fyrir í öldungadeildinni eftir um tvær vikur. Til að sakfella forsetann fyrrverandi þurfa tveir þriðjuhlutar þingmanna öldungadeildarinnar að vera samþykkir. Það þýðir að allir þingmenn demókrata þurfa að segja já og að minnsta kosti sautján þingmenn repúblikana. Í dag var hins vegar gengið til atkvæða um frávísunartillögu repúblikanans Rand Paul, sem hefur haldið því fram að ákærurnar standist ekki stjórnarskrá landsins þar sem Trump er ekki lengur forseti. Tillagan var felld en aðeins fimm þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði á móti; Lisa Murkowski, Susan Collins, Mitt Romney, Ben Sasse og Patrick Toomey, sem öll hafa verið gagnrýnin á forsetann fyrrverandi. Auðvitað gæti eitthvað breyst á næstu tveimur vikum en miðað við þessar niðurstöður eru afar litlar líkur á að Trump verði fundinn sekur í öldungadeildinni. Meðal þeirra sem greiddu atkvæði með tillögu Paul var Mitch McConnell, leiðtogi minnihlutans, sem er þó sagður þeirrar skoðunar að Trump eigi sannarlega nokkra sök á því hvernig fór. Greint var frá því í fjölmiðlum vestanhafs í dag að McConnell og Trump hefðu ekki rætt saman frá 15. desember síðastliðnum. New York Times greindi frá. Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Hreyfing að komast á störf öldungadeildarinnar eftir margra daga stopp Leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings, Demókratinn Charles Schumer og Repúblikaninn Mitch McConnell, virðast ætla að komast að samkomulagi um það hvernig deila eigi völdum í öldungadeildinni þegar báðir flokkar eru með jafnmarga þingmenn. 26. janúar 2021 13:33 Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. 26. janúar 2021 06:38 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Trump var ákærður af fulltrúadeildinni fyrir að hvetja til uppreisnar í tengslum við innrás í þinhúsið í Washington D.C. hinn 6. janúar síðastliðinn. Málið verður tekið fyrir í öldungadeildinni eftir um tvær vikur. Til að sakfella forsetann fyrrverandi þurfa tveir þriðjuhlutar þingmanna öldungadeildarinnar að vera samþykkir. Það þýðir að allir þingmenn demókrata þurfa að segja já og að minnsta kosti sautján þingmenn repúblikana. Í dag var hins vegar gengið til atkvæða um frávísunartillögu repúblikanans Rand Paul, sem hefur haldið því fram að ákærurnar standist ekki stjórnarskrá landsins þar sem Trump er ekki lengur forseti. Tillagan var felld en aðeins fimm þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði á móti; Lisa Murkowski, Susan Collins, Mitt Romney, Ben Sasse og Patrick Toomey, sem öll hafa verið gagnrýnin á forsetann fyrrverandi. Auðvitað gæti eitthvað breyst á næstu tveimur vikum en miðað við þessar niðurstöður eru afar litlar líkur á að Trump verði fundinn sekur í öldungadeildinni. Meðal þeirra sem greiddu atkvæði með tillögu Paul var Mitch McConnell, leiðtogi minnihlutans, sem er þó sagður þeirrar skoðunar að Trump eigi sannarlega nokkra sök á því hvernig fór. Greint var frá því í fjölmiðlum vestanhafs í dag að McConnell og Trump hefðu ekki rætt saman frá 15. desember síðastliðnum. New York Times greindi frá.
Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Hreyfing að komast á störf öldungadeildarinnar eftir margra daga stopp Leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings, Demókratinn Charles Schumer og Repúblikaninn Mitch McConnell, virðast ætla að komast að samkomulagi um það hvernig deila eigi völdum í öldungadeildinni þegar báðir flokkar eru með jafnmarga þingmenn. 26. janúar 2021 13:33 Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. 26. janúar 2021 06:38 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Hreyfing að komast á störf öldungadeildarinnar eftir margra daga stopp Leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings, Demókratinn Charles Schumer og Repúblikaninn Mitch McConnell, virðast ætla að komast að samkomulagi um það hvernig deila eigi völdum í öldungadeildinni þegar báðir flokkar eru með jafnmarga þingmenn. 26. janúar 2021 13:33
Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. 26. janúar 2021 06:38