Trump gæti fengið Facebook-aðganginn aftur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2021 20:47 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Eftirlitsnefnd um stjórnarhætti samfélagsmiðlarisans Facebook mun nú taka fyrir ákvörðun fyrirtækisins um að úthýsa Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, af miðlinum. Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið. Donald Trump var úthýst af helstu samfélagsmiðlum heims í kjölfar árásar stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Töldu forsvarsmenn miðlana að hann hefði nýtt sér þá til að hvetja fylgjendur sína til að beita ofbeldi. Nefndin sem mun nú taka fyrir ákvörðun Facebook um að banna Trump á miðlum sínum, Facebook og Instagram, var stofnuð á síðasta ári og er ætlað að taka fyrir umdeildar ákvarðanir fyrirtækisins er lúta að ritstjórn og miðlun efnis. Facebook segir nefndina vera sjálfstæða og óháða. Bannaður ótímabundið Í kjölfar árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna var Trump bannaður ótímabundið á Facebook og Instagram, en einnig á Twitter, þeim samfélagsmiðli hvar forsetinn hefur látið mest til sín taka. Síðastnefndi miðillinn virðist ekki vera á þeim buxunum að aflétta banninu, en hugsanlegt er að forsetinn fyrrverandi endurheimti aðgang sinn að Facebook. „Ákvörðun eftirlitsnefndarinnar verður bindandi fyrir Facebook og mun ráða því hvort ótímabundnu banni herra Trumps frá Facebook og Instagram verður aflétt,“ segir í tilkynningu frá Facebook. Trump verður gefinn kostur á að leggja fram yfirlýsingu til nefndarinnar þar sem hann getur fært rök fyrir því að bannið skuli fellt úr gildi. Fimm manns sitja í nefndinni. Þeirra á meðal eru Helle Thorning-Schmidt, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, og Alan Rusbridger, fyrrverandi ritstjóri Guardian. Bandaríkin Facebook Samfélagsmiðlar Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Sjá meira
Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið. Donald Trump var úthýst af helstu samfélagsmiðlum heims í kjölfar árásar stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Töldu forsvarsmenn miðlana að hann hefði nýtt sér þá til að hvetja fylgjendur sína til að beita ofbeldi. Nefndin sem mun nú taka fyrir ákvörðun Facebook um að banna Trump á miðlum sínum, Facebook og Instagram, var stofnuð á síðasta ári og er ætlað að taka fyrir umdeildar ákvarðanir fyrirtækisins er lúta að ritstjórn og miðlun efnis. Facebook segir nefndina vera sjálfstæða og óháða. Bannaður ótímabundið Í kjölfar árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna var Trump bannaður ótímabundið á Facebook og Instagram, en einnig á Twitter, þeim samfélagsmiðli hvar forsetinn hefur látið mest til sín taka. Síðastnefndi miðillinn virðist ekki vera á þeim buxunum að aflétta banninu, en hugsanlegt er að forsetinn fyrrverandi endurheimti aðgang sinn að Facebook. „Ákvörðun eftirlitsnefndarinnar verður bindandi fyrir Facebook og mun ráða því hvort ótímabundnu banni herra Trumps frá Facebook og Instagram verður aflétt,“ segir í tilkynningu frá Facebook. Trump verður gefinn kostur á að leggja fram yfirlýsingu til nefndarinnar þar sem hann getur fært rök fyrir því að bannið skuli fellt úr gildi. Fimm manns sitja í nefndinni. Þeirra á meðal eru Helle Thorning-Schmidt, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, og Alan Rusbridger, fyrrverandi ritstjóri Guardian.
Bandaríkin Facebook Samfélagsmiðlar Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Sjá meira