Washington „eins og herstöð“ í aðdraganda embættistöku Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. janúar 2021 18:31 Washington svipar til herstöðvar vegna aukinnar öryggisgæslu, segir íslensk kona sem er búsett í borginni. 25 þúsund þjóðvarðliðar eru þar við störf vegna embættistöku Joes Biden á morgun. Síðasti dagur Donalds Trump í embætti er senn á enda en Biden verður forseti númer 46. á morgun. Kamala Harris verður fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta og fyrsti varaforsetinn af asískum uppruna. Trump ætlar ekki að mæta á athöfnina og verður fyrsti forsetinn í hálfa aðra öld til að skrópa á innsetningarathöfn eftirmanns síns. Hann mun heldur ekki taka á móti þeim Joe og Jill Biden í Hvíta húsinu eins og hefð er ferinn. Almenningur hefur verið beðinn um að mæta heldur ekki á athöfnina, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og árásar stuðningsmanna Trumps á þinghúsið 6. janúar. Öryggisgæsla var hert mjög í borginni eftir árásina. Fleiri hermenn en í Írak og Afganistan Alls eru 25.000 þjóðvarðliðar við störf í borginni. Þrefalt fleiri en þeir átta þúsund sem voru þegar Trump tók við embætti fyrir fjórum árum og fimmfalt fleiri en hermennirnir 5.000 sem eru nú í Írak og Afganistan. Alríkislögreglan gerir nú bakgrunnsrannsóknir á þjóðvarðliðunum en samkvæmt varnarmálaráðuneytinu bendir ekkert til mögulegrar innanbúðarárásar. Bryndís Bjarnadóttir er meistaranemi í öryggisfræðum í Georgetown, búsett í Washington.Aðsend Borgarbúar halda sig innandyra En hvernig er andrúmsloftið í Washington í ljósi þessa herta öryggis? Bryndís Bjarnadóttir meistaranemi er búsett í borginni. „Það er ekki hægt að fara út nema að sjá hermenn í fullum klæðum og með byssurnar sínar. Það er ekki það sem fólk vill dags daglega,“ segir Bryndís. Hún segir borgina minna á herstöð. „Þau eru búin að setja upp stöðvar úti um allt sem þú getur farið í gegnum og þá þarftu að sýna skilríki ef þú vilt komast inn á ákveðin svæði og þú þarft að vera með „resident card“ til að komast á ákveðin svæði. Þannig flestir sem ég þekki halda sig innan dyra eins og er.“ Þá segir Bryndís borgarbúa, sem langflestir kusu Biden, ekki eiga eftir að sakna Trumps. „Fólk hefur náttúrulega rosalega sterkar skoðanir á Trump og fyrst meirihlutinn eru Demókratar er fólk mjög spennt yfir því að Trump sé að fara.“ Joe Biden Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Biden hyggst framlengja ferðabannið Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal. 19. janúar 2021 06:35 Handtekinn með hlaðna byssu skammt frá þinghúsinu Vopnaður karlmaður var handtekinn við öryggishlið skammt frá þinghúsi Bandaríkjanna í gær. 17. janúar 2021 09:48 Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Trump ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld að ákæra Donald Trump, fráfarandi forseta, fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í síðustu viku. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins gengu til liðs við Demókrata í atkvæðagreiðslunni. 13. janúar 2021 21:24 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Síðasti dagur Donalds Trump í embætti er senn á enda en Biden verður forseti númer 46. á morgun. Kamala Harris verður fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta og fyrsti varaforsetinn af asískum uppruna. Trump ætlar ekki að mæta á athöfnina og verður fyrsti forsetinn í hálfa aðra öld til að skrópa á innsetningarathöfn eftirmanns síns. Hann mun heldur ekki taka á móti þeim Joe og Jill Biden í Hvíta húsinu eins og hefð er ferinn. Almenningur hefur verið beðinn um að mæta heldur ekki á athöfnina, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og árásar stuðningsmanna Trumps á þinghúsið 6. janúar. Öryggisgæsla var hert mjög í borginni eftir árásina. Fleiri hermenn en í Írak og Afganistan Alls eru 25.000 þjóðvarðliðar við störf í borginni. Þrefalt fleiri en þeir átta þúsund sem voru þegar Trump tók við embætti fyrir fjórum árum og fimmfalt fleiri en hermennirnir 5.000 sem eru nú í Írak og Afganistan. Alríkislögreglan gerir nú bakgrunnsrannsóknir á þjóðvarðliðunum en samkvæmt varnarmálaráðuneytinu bendir ekkert til mögulegrar innanbúðarárásar. Bryndís Bjarnadóttir er meistaranemi í öryggisfræðum í Georgetown, búsett í Washington.Aðsend Borgarbúar halda sig innandyra En hvernig er andrúmsloftið í Washington í ljósi þessa herta öryggis? Bryndís Bjarnadóttir meistaranemi er búsett í borginni. „Það er ekki hægt að fara út nema að sjá hermenn í fullum klæðum og með byssurnar sínar. Það er ekki það sem fólk vill dags daglega,“ segir Bryndís. Hún segir borgina minna á herstöð. „Þau eru búin að setja upp stöðvar úti um allt sem þú getur farið í gegnum og þá þarftu að sýna skilríki ef þú vilt komast inn á ákveðin svæði og þú þarft að vera með „resident card“ til að komast á ákveðin svæði. Þannig flestir sem ég þekki halda sig innan dyra eins og er.“ Þá segir Bryndís borgarbúa, sem langflestir kusu Biden, ekki eiga eftir að sakna Trumps. „Fólk hefur náttúrulega rosalega sterkar skoðanir á Trump og fyrst meirihlutinn eru Demókratar er fólk mjög spennt yfir því að Trump sé að fara.“
Joe Biden Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Biden hyggst framlengja ferðabannið Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal. 19. janúar 2021 06:35 Handtekinn með hlaðna byssu skammt frá þinghúsinu Vopnaður karlmaður var handtekinn við öryggishlið skammt frá þinghúsi Bandaríkjanna í gær. 17. janúar 2021 09:48 Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Trump ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld að ákæra Donald Trump, fráfarandi forseta, fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í síðustu viku. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins gengu til liðs við Demókrata í atkvæðagreiðslunni. 13. janúar 2021 21:24 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Biden hyggst framlengja ferðabannið Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal. 19. janúar 2021 06:35
Handtekinn með hlaðna byssu skammt frá þinghúsinu Vopnaður karlmaður var handtekinn við öryggishlið skammt frá þinghúsi Bandaríkjanna í gær. 17. janúar 2021 09:48
Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43
Trump ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld að ákæra Donald Trump, fráfarandi forseta, fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í síðustu viku. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins gengu til liðs við Demókrata í atkvæðagreiðslunni. 13. janúar 2021 21:24