Erlent

Hand­tekinn með hlaðna byssu skammt frá þing­húsinu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þinghús Bandaríkjanna.
Þinghús Bandaríkjanna. Michael M. Santiago/Getty

Vopnaður karlmaður var handtekinn við öryggishlið skammt frá þinghúsi Bandaríkjanna í gær.

Maðurinn heitir Wesley Allen Beeler og er frá Virginíuríki. Samkvæmt Washington Post ók hann bíl sínum að öryggishlið norðvestan við þinghúsið. Þar tóku á móti honum lögreglumenn á vegum þingsins sem fundu skammbyssu og mikið magn skotfæra í bíl hans.

Beeler, sem starfar sem öryggisvörður, hefur verið ákærður en er ekki í haldi. Hann hefur sagt að um mistök af hans hálfu hafi verið að ræða. Hann hafi verið ráðinn til að sinna öryggisgæslu í miðborg Washington-borgar dagana í kring um embættistöku Joe Biden, 20. janúar.

Lögregla taldi að þeir pappírar sem Beeler framvísaði hafi ekki átt að veita honum aðgang að því svæði sem hann reyndi að komast inn á. Þegar Beeler hafði verið handtekinn og fjarlægður úr bifreiðinni komst lögreglan að því að skammbyssan var hlaðin og tilbúin til notkunar.

Samkvæmt umfjöllun Washington Post er Beeler ekki talinn tengjast neinum þekktum öfgasamtökum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×