Biden hyggst framlengja ferðabannið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. janúar 2021 06:35 Joe Biden tekur við embætti forseta Bandaríkjanna á morgun. Getty/Joshua Roberts Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal. Donald Trump fráfarandi forseti gaf það út í gær að banninu yrði aflétt. Það var sett á til að hamla uppgangi kórónuveirunnar og í ljósi þess að veiran virðist enn í fullri sókn kom ákvörðun Trump mörgum á óvart. Reglugerðin sem Trump vill afnema rennur þó ekki úr gildi fyrr en 26. janúar, sex dögum eftir að Biden hefur tekið við embætti, og segir talskona hans og verðandi upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, Jen Psaki, að bannið verði framlengt áður en fresturinn rennur út. „Þar sem faraldurinn er í sókn og meira smitandi afbrigði eru að ryðja sér til rúms víða um heim teljum við þetta ekki rétta tímann til þess að aflétta ferðatakmörkunum,“ sagði Psaki í færslu á Twitter. With the pandemic worsening, and more contagious variants emerging around the world, this is not the time to be lifting restrictions on international travel.— Jen Psaki (@jrpsaki) January 19, 2021 Þá sagði hún jafnframt að það stæði til hjá Biden að herða á ferðatakmörkunum og ýmsum aðgerðum sem miða að því að hefta veiruna. Bannið sem nær til Schengen-ríkjanna og Bretlands hefur verið í gildi frá því í mars í fyrra en bann við komum farþega frá Brasilíu var sett á í maí. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Sjá meira
Donald Trump fráfarandi forseti gaf það út í gær að banninu yrði aflétt. Það var sett á til að hamla uppgangi kórónuveirunnar og í ljósi þess að veiran virðist enn í fullri sókn kom ákvörðun Trump mörgum á óvart. Reglugerðin sem Trump vill afnema rennur þó ekki úr gildi fyrr en 26. janúar, sex dögum eftir að Biden hefur tekið við embætti, og segir talskona hans og verðandi upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, Jen Psaki, að bannið verði framlengt áður en fresturinn rennur út. „Þar sem faraldurinn er í sókn og meira smitandi afbrigði eru að ryðja sér til rúms víða um heim teljum við þetta ekki rétta tímann til þess að aflétta ferðatakmörkunum,“ sagði Psaki í færslu á Twitter. With the pandemic worsening, and more contagious variants emerging around the world, this is not the time to be lifting restrictions on international travel.— Jen Psaki (@jrpsaki) January 19, 2021 Þá sagði hún jafnframt að það stæði til hjá Biden að herða á ferðatakmörkunum og ýmsum aðgerðum sem miða að því að hefta veiruna. Bannið sem nær til Schengen-ríkjanna og Bretlands hefur verið í gildi frá því í mars í fyrra en bann við komum farþega frá Brasilíu var sett á í maí.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Sjá meira