Biden hyggst framlengja ferðabannið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. janúar 2021 06:35 Joe Biden tekur við embætti forseta Bandaríkjanna á morgun. Getty/Joshua Roberts Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal. Donald Trump fráfarandi forseti gaf það út í gær að banninu yrði aflétt. Það var sett á til að hamla uppgangi kórónuveirunnar og í ljósi þess að veiran virðist enn í fullri sókn kom ákvörðun Trump mörgum á óvart. Reglugerðin sem Trump vill afnema rennur þó ekki úr gildi fyrr en 26. janúar, sex dögum eftir að Biden hefur tekið við embætti, og segir talskona hans og verðandi upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, Jen Psaki, að bannið verði framlengt áður en fresturinn rennur út. „Þar sem faraldurinn er í sókn og meira smitandi afbrigði eru að ryðja sér til rúms víða um heim teljum við þetta ekki rétta tímann til þess að aflétta ferðatakmörkunum,“ sagði Psaki í færslu á Twitter. With the pandemic worsening, and more contagious variants emerging around the world, this is not the time to be lifting restrictions on international travel.— Jen Psaki (@jrpsaki) January 19, 2021 Þá sagði hún jafnframt að það stæði til hjá Biden að herða á ferðatakmörkunum og ýmsum aðgerðum sem miða að því að hefta veiruna. Bannið sem nær til Schengen-ríkjanna og Bretlands hefur verið í gildi frá því í mars í fyrra en bann við komum farþega frá Brasilíu var sett á í maí. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Donald Trump fráfarandi forseti gaf það út í gær að banninu yrði aflétt. Það var sett á til að hamla uppgangi kórónuveirunnar og í ljósi þess að veiran virðist enn í fullri sókn kom ákvörðun Trump mörgum á óvart. Reglugerðin sem Trump vill afnema rennur þó ekki úr gildi fyrr en 26. janúar, sex dögum eftir að Biden hefur tekið við embætti, og segir talskona hans og verðandi upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, Jen Psaki, að bannið verði framlengt áður en fresturinn rennur út. „Þar sem faraldurinn er í sókn og meira smitandi afbrigði eru að ryðja sér til rúms víða um heim teljum við þetta ekki rétta tímann til þess að aflétta ferðatakmörkunum,“ sagði Psaki í færslu á Twitter. With the pandemic worsening, and more contagious variants emerging around the world, this is not the time to be lifting restrictions on international travel.— Jen Psaki (@jrpsaki) January 19, 2021 Þá sagði hún jafnframt að það stæði til hjá Biden að herða á ferðatakmörkunum og ýmsum aðgerðum sem miða að því að hefta veiruna. Bannið sem nær til Schengen-ríkjanna og Bretlands hefur verið í gildi frá því í mars í fyrra en bann við komum farþega frá Brasilíu var sett á í maí.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira