Sir Alex hefur þekkt Marcus Rashford síðan strákurinn var sjö ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2021 13:01 Marcus Rashford fagnar marki fyrir Manchester United á móti Wolverhampton Wanderers á Old Trafford. Getty/Michael Regan Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, sendi framherjanum Marcus Rashford flotta kveðju í gærkvöldi. Marcus Rashford náði reyndar ekki að spila fyrir Sir Alex Ferguson en knattspyrnustjórinn sigursæli vissi samt af honum. Marcus Rashford fékk í gærkvöldi sérstaka viðurkenningu frá samtökum fótboltablaðamanna fyrir framlag sitt utan vallar en hann hefur barist fyrir að fátæk börn í Bretlandi fái mat í skólanum. Margir hafa hrósað leikmanninum unga fyrir þetta baráttumál hans og hefur hann sýnt mikinn þroska í herferð sinni. Ferguson var mjög ánægður með að uppalinn strákur hjá Manchester United sé að gera svona góða hluti og fá svona verðlaun. Við það tilefni sendi Sir Alex líka Marcus Rashford kveðju og hrósaði þar stráknum eins og sjá má hér fyrir neðan. "I have known him since he was seven years of age and seen him develop into a truly wonderful person"Sir Alex Ferguson has hailed Marcus Rashford after he was recognised by the Football Writers' Association for his achievements on and off the pitchpic.twitter.com/PyE5iUYeyw— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 14, 2021 „Ég vil óska Marcus til hamingju með afrek sín og framsögu sína hér í kvöld. Ég hef þekkt strákinn síðan að hann var sjö ára gamall og ég sá hann koma upp í gegnum unglingastarfið hjá Manchester United,“ sagði Sir Alex Ferguson. „Hann er orðinn yndisleg manneskja og fyrir utan fótboltalífið hans þá er magnað að sjá hvað hann hefur afrekað utan vallarins. Hann hefur hjálpað fólki sem hefur þurft mikið á því að halda,“ sagði Sir Alex. „Hann hefur ekki síst sýnt ungu fólki að það eru til aðrar leiðir til að fara í lífinu. Hann hefur sýnt mikla manngæsku og hugrekki að gera það sem hann hefur gert. Hann á þetta mikið skilið. Marcus vel gert,“ sagði Sir Alex Ferguson eins og sjá má hér fyrir ofan. Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Sjá meira
Marcus Rashford náði reyndar ekki að spila fyrir Sir Alex Ferguson en knattspyrnustjórinn sigursæli vissi samt af honum. Marcus Rashford fékk í gærkvöldi sérstaka viðurkenningu frá samtökum fótboltablaðamanna fyrir framlag sitt utan vallar en hann hefur barist fyrir að fátæk börn í Bretlandi fái mat í skólanum. Margir hafa hrósað leikmanninum unga fyrir þetta baráttumál hans og hefur hann sýnt mikinn þroska í herferð sinni. Ferguson var mjög ánægður með að uppalinn strákur hjá Manchester United sé að gera svona góða hluti og fá svona verðlaun. Við það tilefni sendi Sir Alex líka Marcus Rashford kveðju og hrósaði þar stráknum eins og sjá má hér fyrir neðan. "I have known him since he was seven years of age and seen him develop into a truly wonderful person"Sir Alex Ferguson has hailed Marcus Rashford after he was recognised by the Football Writers' Association for his achievements on and off the pitchpic.twitter.com/PyE5iUYeyw— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 14, 2021 „Ég vil óska Marcus til hamingju með afrek sín og framsögu sína hér í kvöld. Ég hef þekkt strákinn síðan að hann var sjö ára gamall og ég sá hann koma upp í gegnum unglingastarfið hjá Manchester United,“ sagði Sir Alex Ferguson. „Hann er orðinn yndisleg manneskja og fyrir utan fótboltalífið hans þá er magnað að sjá hvað hann hefur afrekað utan vallarins. Hann hefur hjálpað fólki sem hefur þurft mikið á því að halda,“ sagði Sir Alex. „Hann hefur ekki síst sýnt ungu fólki að það eru til aðrar leiðir til að fara í lífinu. Hann hefur sýnt mikla manngæsku og hugrekki að gera það sem hann hefur gert. Hann á þetta mikið skilið. Marcus vel gert,“ sagði Sir Alex Ferguson eins og sjá má hér fyrir ofan.
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Sjá meira