Sakar Jürgen Klopp um hræsni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2021 09:31 Jürgen Klopp er ekki sáttur með dómgæsluna í leikjum Liverpool að undanförnu. Getty/Owen Humphreys Gamli dómarinn Mark Clattenburg var ekki hrifinn af orðum knattspyrnustjóra Liverpool á dögunum. Mark Clattenburg skrifar reglulega dómarapistla í Daily Mail og að þessu sinni tók hann fyrir Jürgen Klopp og orð hans á dögunum. Klopp gagnrýndi þá dómgæslu í leikjum Liverpool. Klopp var óánægður með það að Liverpool liðið væri ekki að fá víti og nefndi sem dæmi hversu margar vítaspyrnur Manchester United liðið er búið að fá á síðustu misserum. „Jürgen Klopp hlýtur að vera orðinn áhyggjufullur því orð hans í síðustu viku um Manchester United og vítaspyrnur eru beint úr taktíkbók Sir Alex Ferguson,“ skrifaði Mark Clattenburg í pistli sínum. "He sounds like a hypocrite if he is suggesting United's players are looking to win penalties. The likes of Mo Salah and Mane are just as capable of employing similar tactics" https://t.co/D1mVYo9WL9— SPORTbible (@sportbible) January 14, 2021 „Þetta var sálfræðistríð og tilraun til að hafa áhrif á Paul Tierney dómara. Hann var að reyna að komast inn í hausinn á honum fyrir þennan risaleik Liverpool og United á sunnudaginn,“ skrifaði Clattenburg. „Klopp hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði að United liðið hafi fengið fleiri víti undanfarin tvö ár en Liverpool hafði fengið á fimm og hálfu ári hans hjá félaginu. Hann var klókur því þessi ummæli koma honum ekki í nein vandræði hjá yfirvöldum deildarinnar,“ skrifaði Clattenburg. „En höfum eitt á hreinu. Það er ekkert samsæri í gangi hjá dómurum eða starfsmönnum. Var Klopp að gefa slíkt í skyn? Eða var hann að ýja að því að United sé að hvetja sína leikmenn til að dýfa sér? Ef svarið er þetta fyrra þá hef ég engan tíma fyrir slíkt. Það er ekki satt,“ skrifaði Clattenburg. Mark Clattenburg slams Liverpool FC boss Jurgen Klopp hypocrisy over Manchester United penalty claim https://t.co/TottXdEQ3U— Man United News (@ManUtdMEN) January 14, 2021 „Ef hann ætlaði sér að vekja athygli á því hversu auðveldlega leikmenn United fara niður í teignum þá tel ég hann hafi eitthvað fyrir sér í því. Ég hef skoðað vel þær vítaspyrnur sem United liðið hefur fengið. Það eru að minnsta kosti fimm þar sem ég tel að leikmaður Manchester United hafi búið sjálfur til snertinguna,“ skrifaði Clattenburg. „Hér verður Klopp samt að fara varlega því þetta var nákvæmlega það sama og hjá Sadio Mane þegar hann fór niður eftir samskipti sín við Kyle Walker-Peters í 1-0 tapinu á móti Southampton,“ skrifaði Clattenburg. „Það er ýmislegt hægt að taka úr þessum orðum Klopp eftir þennan leik. Í fyrsta lægi þá hljómar hann eins og hræsnari ef hann er að halda því fram að leikmenn United séu að reyna að fiska vítaspyrnur. Leikmenn eins og Mo Salah og Mane eru að gera það sama,“ skrifaði Mark Clattenburg í pistli sínum en hann má finna allan hér. Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Mark Clattenburg skrifar reglulega dómarapistla í Daily Mail og að þessu sinni tók hann fyrir Jürgen Klopp og orð hans á dögunum. Klopp gagnrýndi þá dómgæslu í leikjum Liverpool. Klopp var óánægður með það að Liverpool liðið væri ekki að fá víti og nefndi sem dæmi hversu margar vítaspyrnur Manchester United liðið er búið að fá á síðustu misserum. „Jürgen Klopp hlýtur að vera orðinn áhyggjufullur því orð hans í síðustu viku um Manchester United og vítaspyrnur eru beint úr taktíkbók Sir Alex Ferguson,“ skrifaði Mark Clattenburg í pistli sínum. "He sounds like a hypocrite if he is suggesting United's players are looking to win penalties. The likes of Mo Salah and Mane are just as capable of employing similar tactics" https://t.co/D1mVYo9WL9— SPORTbible (@sportbible) January 14, 2021 „Þetta var sálfræðistríð og tilraun til að hafa áhrif á Paul Tierney dómara. Hann var að reyna að komast inn í hausinn á honum fyrir þennan risaleik Liverpool og United á sunnudaginn,“ skrifaði Clattenburg. „Klopp hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði að United liðið hafi fengið fleiri víti undanfarin tvö ár en Liverpool hafði fengið á fimm og hálfu ári hans hjá félaginu. Hann var klókur því þessi ummæli koma honum ekki í nein vandræði hjá yfirvöldum deildarinnar,“ skrifaði Clattenburg. „En höfum eitt á hreinu. Það er ekkert samsæri í gangi hjá dómurum eða starfsmönnum. Var Klopp að gefa slíkt í skyn? Eða var hann að ýja að því að United sé að hvetja sína leikmenn til að dýfa sér? Ef svarið er þetta fyrra þá hef ég engan tíma fyrir slíkt. Það er ekki satt,“ skrifaði Clattenburg. Mark Clattenburg slams Liverpool FC boss Jurgen Klopp hypocrisy over Manchester United penalty claim https://t.co/TottXdEQ3U— Man United News (@ManUtdMEN) January 14, 2021 „Ef hann ætlaði sér að vekja athygli á því hversu auðveldlega leikmenn United fara niður í teignum þá tel ég hann hafi eitthvað fyrir sér í því. Ég hef skoðað vel þær vítaspyrnur sem United liðið hefur fengið. Það eru að minnsta kosti fimm þar sem ég tel að leikmaður Manchester United hafi búið sjálfur til snertinguna,“ skrifaði Clattenburg. „Hér verður Klopp samt að fara varlega því þetta var nákvæmlega það sama og hjá Sadio Mane þegar hann fór niður eftir samskipti sín við Kyle Walker-Peters í 1-0 tapinu á móti Southampton,“ skrifaði Clattenburg. „Það er ýmislegt hægt að taka úr þessum orðum Klopp eftir þennan leik. Í fyrsta lægi þá hljómar hann eins og hræsnari ef hann er að halda því fram að leikmenn United séu að reyna að fiska vítaspyrnur. Leikmenn eins og Mo Salah og Mane eru að gera það sama,“ skrifaði Mark Clattenburg í pistli sínum en hann má finna allan hér.
Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira