Erlent

Sin­ovac með rétt rúm­lega 50 prósent virkni

Atli Ísleifsson skrifar
Mörg ríki hafa pantað bóluefni Sinovac, þar á meðal Brasilía, Singapúr, Indónesía og Tyrkland.
Mörg ríki hafa pantað bóluefni Sinovac, þar á meðal Brasilía, Singapúr, Indónesía og Tyrkland. Getty

Kínverska bóluefnið Sinovac sem þróað var gegn Covid-19 virðist aðeins hafa rétt rúmlega 50 prósent virkni ef marka má niðurstöður klínískra rannsókna í Brasilíu.

BBC segir frá þessu, en um er að ræða mun verri árangur en mælist hjá Pfizer, Moderna og AstraZeneca og aðeins rétt rúmlega yfir kröfum. Þess er krafist að bóluefni hafi að minnsta kosti 50 prósent virkni til að það geti fengið markaðsleyfi.

Þá er niðurstaðan ákveðið áfall fyrir fyrirtækið sem áður hafði haldið því fram að virknin væri mun meiri, eða 78 prósent.

Mörg lönd hafa pantað efnið, þar á meðal Brasilía, Singapúr, Indónesía og Tyrkland og í Brasilíu er Sinovac aðeins annað af tveimur efnum sem samningar hafa verið gerðir um.

Brasilía er á meðal þeirra landa sem verst hafa orðið úti í faraldrinum til þessa.


Tengdar fréttir

Kína segist hafa fengið grænt ljós fyrir bóluefni í sumar

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gaf kínverskum stjórnvöldum grænt ljós á að byrja að nota frumgerð af bóluefni við nýju afbrigði kórónuveirunnar þrátt fyrir að tilraunum með það væri enn ekki lokið í sumar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.