Munu ekki þrýsta á þingmenn að segja nei við ákærum á hendur Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. janúar 2021 20:16 Þingforysta Repúblikanaflokksins virðist vera búin að fá sig fullsadda af uppátækjum forsetans. epa Leiðtogar Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa ákveðið að þrýsta ekki á flokksfélaga sína um að greiða atkvæði gegn því að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði ákærður fyrir embættisbrot. Um er að ræða algjöra stefnubreytingu frá því að kosið var um ákærur gegn Trump í fyrra skiptið en þá var hart lagt að þingmönnum flokksins að standa með forsetanum. Kevin McCarthy, leiðtogi minnihlutans í neðri deildinni, hefur sagt að hann muni sjálfur greiða atkvæði gegn ákærum og leitast við að stýra öðrum í sömu átt. Hann hefur hins vegar varað samflokksmenn sína við því að tala illa um þá sem greiða atkvæði með, þar sem það kunni að stofna lífi viðkomandi í hættu. According to a GOP source on conference phone call yesterday, Kevin McCarthy warned members not to verbally attack colleagues who vote for impeachment because it could endanger their lives.— John McCormack (@McCormackJohn) January 12, 2021 McCarthy ræddi við Trump í síma í dag og sagði eftir á að forsetinn hefði að hluta gengist við ábyrgð sinni vegna atburðarásarinnar í þinghúsinu á dögunum. Símtalinu hefur hins vegar verið lýst sem spennuþrungnu. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni hefur lítið tjáð sig um ákærurnar en tveir samflokksmenn hans í efri deildinni hafa kallað eftir afsögn forsetans og ráðgjafar hans hafa sagt við fjölmiðla að allt að tólf eða svo gætu greitt atkvæði með ákærum. Ef allir þingmenn öldungadeildarinnar greiða atkvæði þurfa sautján repúblikanar að greiða atkvæði með demókrötum til að sakfella forsetann. Gengið verður til atkvæða á morgun. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Sjá meira
Um er að ræða algjöra stefnubreytingu frá því að kosið var um ákærur gegn Trump í fyrra skiptið en þá var hart lagt að þingmönnum flokksins að standa með forsetanum. Kevin McCarthy, leiðtogi minnihlutans í neðri deildinni, hefur sagt að hann muni sjálfur greiða atkvæði gegn ákærum og leitast við að stýra öðrum í sömu átt. Hann hefur hins vegar varað samflokksmenn sína við því að tala illa um þá sem greiða atkvæði með, þar sem það kunni að stofna lífi viðkomandi í hættu. According to a GOP source on conference phone call yesterday, Kevin McCarthy warned members not to verbally attack colleagues who vote for impeachment because it could endanger their lives.— John McCormack (@McCormackJohn) January 12, 2021 McCarthy ræddi við Trump í síma í dag og sagði eftir á að forsetinn hefði að hluta gengist við ábyrgð sinni vegna atburðarásarinnar í þinghúsinu á dögunum. Símtalinu hefur hins vegar verið lýst sem spennuþrungnu. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni hefur lítið tjáð sig um ákærurnar en tveir samflokksmenn hans í efri deildinni hafa kallað eftir afsögn forsetans og ráðgjafar hans hafa sagt við fjölmiðla að allt að tólf eða svo gætu greitt atkvæði með ákærum. Ef allir þingmenn öldungadeildarinnar greiða atkvæði þurfa sautján repúblikanar að greiða atkvæði með demókrötum til að sakfella forsetann. Gengið verður til atkvæða á morgun.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Sjá meira