Enski boltinn

Dregið í enska bikarnum: Man. United og Liverpool mætast

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harry Maguire og Mo Salah fá að berjast á Old Trafford um þar næstu helgi.
Harry Maguire og Mo Salah fá að berjast á Old Trafford um þar næstu helgi. Martin Rickett/Getty

Dregið var í 32 liða úrslit enska bikarsins en við sama tækifæri var einnig dregið í 16 liða úrslit bikarsins. 64 liða úrslitin klárast með leik Stockport og West Ham síðar í kvöld.

Það er stórleikur í 32 liða úrslitunum er Manchester United og Liverpool mætast. Leikurinn fer fram helgina 23. til 25. janúar.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton mæta Sheffield Wednesday á heimavelli en Jóhann Berg Guðmundsson og Burnley menn mæta Fulham á útivelli.

Daníel Leó Grétarsson og félagar mæta öðru úrvalsdeildarliði, Brighton, á útivelli eftir að hafa unnið WBA í vítaspyrnukeppni um helgina.

Jón Daði Böðvarsson leikur með Millwall en þeir mæta Bristol á heimavelli en Chelsea datt í lukkupottinn og mætir Luton.

Allan dráttinn má sjá hér að neðan sem og dráttinn í 16 liða úrslitunum.

Fréttin hefur verið uppfærð.

32 liða úrslitin:

Cheltenham - Man. City

Bournemouth - Crawley

Swansea - Nottingham Forest

Manchester United - Liverpool

Barnsley - Norwich

Southampton/Shrewsbury - Arsenal

Chorley - Wolves

Millwall - Bristol City

Wycombe - Tottenham

Brighton - Blackpool

Fulham - Burnley

Sheffield United - Plymouth

Chelsea - Luton

Stockport/West Ham - Doncaster

Everton - Brentford

16-liða úrslitin:

Manchester United eða Liverpool gegn Stockport/West Ham eða Doncaster

Sheffield United eða Plymouth gegn Millwall eða Bristol City

Fulham eða Burnley gegn Bournemouth/Crawley

Chorley eða Wolves gegn Southampton/Shrewsbury eða Arsenal

Barnsley eða Norwich gegn Chelsea eða Luton

Everton eða Sheffield Wednesday gegn Wycombe eða Tottenham

Swansea eða Nottingham Forest gegn Cheltenham eða Man. City

Brentford eða Leicester gegn Brighton eða Blackpool
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.