Veður

Norð­læg átt og frost á bilinu tvö til tíu stig

Atli Ísleifsson skrifar
Kalt hefur verið á landinu síðustu daga.
Kalt hefur verið á landinu síðustu daga. Vísir/Vilhelm

Von er á norðlægri eða breytilegri átt í dag og strekkingi austast fram eftir degi en gola eða kalda annars staðar. Léttskýjað verður á Suður- og Vesturlandi, en dálítil él norðaustanlands. Frost yfirleitt á bilinu tvö til tíu stig.

Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að á morgun fari að hlýna með vaxandi suðaustanátt á Suður- og Vesturlandi, tíu til átján metrum á sekúndu um kvöldið og rigningu eða slyddu suðvestantil. Hægari vindur norðan- og austanlands, bjartviðri og kalt áfram.

Á miðvikudag sé svo útlit fyrir ákveðna suðaustanátt með rigningu eða slyddu, þó síst á norðaustanverðu landinu. Hiti eitt til sjö stig.

Spákortið fyrir klukkan 14 í dag, eins og það leit út í morgun.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Hæg suðlæg átt N- og A-lands, léttskýjað og kalt í veðri. Heldur vaxandi suðaustanátt og þykknar upp á S- og V-landi, 10-18 m/s um kvöldið með rigningu eða snjókomu SV-til.

Á miðvikudag: Suðaustan 10-18 og rigning eða slydda, en þurrt að kalla NA-lands. Hiti 0 til 7 stig.

Á fimmtudag: Sunnannátt og rigning eða slydda með köflum á S- og V-landi, en bjartviðri NA-til á landinu. Hiti breytist lítið.

Á föstudag: Austlæg átt, skýjað og rigning á S-verðu landinu. Milt veður.

Á laugardag: Norðlæg átt og úrkomulítið, kólnandi veður.

Á sunnudag: Útlit fyrir norðanátt með éljum N- og A-til á landinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.