Enski boltinn

Daníel og Jói Berg á­fram eftir sigur í víta­spyrnu­keppni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann Berg fylgist með Cameron Jerome skora fyrsta markið.
Jóhann Berg fylgist með Cameron Jerome skora fyrsta markið. Alex Pantling/Getty Images

Jóhann Berg Guðmundsson var kominn í byrjunarlið Burnley, í fyrsta skipti í tvo mánuði, í ensku bikarkeppninni. Liðið er nú í framlengingu gegn C-deildarliðinu MK Dons.

Jóhann Berg byrjaði á vinstri vængnum hjá Burnley í dag en hann hafði ekki leikið með Burnley síðan 23. nóvember er hann spilaði gegn Crystal Palace. Hann spilaði í 83 mínútur í dag.

MK Dons er í sextánda sæti C-deildarinnar en þeir skoruðu hins vegar fyrsta mark leiksins á 29. mínútu er hinn þaulreyndi Cameron Jerome. Burnley jafnaði hins vegar í uppbótartíma. Það gerði Matej Vydra. Burnley tryggði sig síðan áfram í næstu umferð eftir vítaspyrnukeppni.

Daníel Leó Grétarsson spilaði allan 90 mínúturnar í vörn C-deildarliðsins Blackpool sem er nú í framlengingu gegn úrvalsdeildarliðinu WBA. Blackpool komst í tvígang yfir en WBA jafnaði níu mínútum fyrir leikslok úr vítaspyrnu. Blackpool hafði betur í vítaspyrnukeppni og komst áfram í næstu umferð bikarkeppninnar.

Það hefur ekki gengið né rekið hjá Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni en þeir höfðu hins vegar betur gegn Bristol Rovers, 3-2. Sheffield komst í tvígang yfir en Bristol menn komu til baka áður en Jaydon Bogle skoraði sigurmarkið á 63. mínútu.

Leicester lenti ekki í miklum vandræðum með Stoke á útivelli. James Justin kom Leicester yfir í fyrri hálfleik og í síðari hálfleik tvöfaldaði Marc Albrighton forystuna eftir klukkutímaleik. Ayoze Perez og Harvey Barnes bættu við mörkum áður en yfir lauk. Lokatölur 4-0.

Úrslitin úr leikjunum sem hófust klukkan þrjú:

Bournemouth - Oldham 4-1

Blackburn - Doncaster 0-1

Blackpool - WBA 2-2 (3-2 eftir vítaspyrnukeppni)

Bristol Rovers - Sheffield United 2-3

Burney - MK Dons 1-1 (4-3 eftir vítaspyrnukeppni)

Exeter - Sheffield Wednesday 0-2

QPR - Fulham 0-2 (Eftir framlengingu)

Stevenage - Swansea 0-2

Stoke - Leicester 0-4

Wycombe Wanderers - Preston North End 4-1


Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×