Vildi „setja kúlu í hausinn á Pelosi“ í beinni Sylvía Hall skrifar 9. janúar 2021 14:22 Þrettán hafa verið ákærðir fyrir brot á alríkislögum eftir árásina á miðvikudag. Getty/Kent Nishimura Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa greint frá upplýsingum úr rannsókn yfirvalda, sem snýr að árás stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag. Frá þessu er greint á vef CNN. Á meðal þess sem fram er komið eru upplýsingar um mann sem lýsti því yfir að hann vildi skjóta Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrataflokksins og forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hann hafi komið til Washington degi áður en stuðningsmannafundurinn fór fram og sagði vinum og vandamönnum að hann vildi „skjóta eða keyra yfir“ Pelosi. Í einum smáskilaboðum sem hann er sagður hafa sent lýsti hann því yfir að hann væri að íhuga að „setja kúlu í hausinn á Pelosi í beinni útsendingu“ og hann hefði tekið með sér „heilan haug“ af skotvopnum. Nancy Pelosi var viðstödd fundinn á miðvikudag þar sem staðfesta átti kjör Joe Biden með formlegum hætti. Það tókst þó ekki fyrr en nokkrum klukkustundum síðar eftir að hópurinn réðst inn í þinghúsið.Getty/Drew Angerer Maðurinn hefur verið ákærður og nafngreindur. Hann heitir Cleveland Grover Meredith Jr. og hefur hann verið ákærður fyrir hótanir og vörslu óskráðra skotvopna. Hann verður leiddur fyrir dómara í næstu viku og er í haldi lögreglu þangað til. Annar maður, Lonnie Leroy Coffman, kom til Washington frá Alabama á pallbíl þar sem finna mátti ellefu heimatilbúnar sprengjur, árásarriffil og skammbyssu. Hann er sagður hafa lagt bílnum tveimur götum frá þinghúsinu á miðvikudag án athugasemda frá lögreglu samkvæmt saksóknurum. Sprengjusveit kom auga á bílinn eftir að óeirðir brutust út. Coffman sagði lögreglu að hann hefði fyllt krukkur af bræddu frauðplasti og bensíni og telja rannsakendur blönduna geta leitt til mikillar sprengingar. Sá hefur einnig verið ákærður, en alls hafa þrettán verið ákærðir fyrir brot á alríkislögum samkvæmt dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Í gær var greint frá því að maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi hefði verið handtekinn og ákærður. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Geta ekki beðið í þrettán daga Fleiri þingmenn hafa kallað eftir því að 25. viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar verði virkjaður og að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, verði vikið úr embætti. Aðeins þrettán dagar eru eftir af valdatíð Trump en Joe Biden tekur formlega við embættinu þann 20. janúar næstkomandi. 7. janúar 2021 17:39 „Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26 „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Á meðal þess sem fram er komið eru upplýsingar um mann sem lýsti því yfir að hann vildi skjóta Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrataflokksins og forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hann hafi komið til Washington degi áður en stuðningsmannafundurinn fór fram og sagði vinum og vandamönnum að hann vildi „skjóta eða keyra yfir“ Pelosi. Í einum smáskilaboðum sem hann er sagður hafa sent lýsti hann því yfir að hann væri að íhuga að „setja kúlu í hausinn á Pelosi í beinni útsendingu“ og hann hefði tekið með sér „heilan haug“ af skotvopnum. Nancy Pelosi var viðstödd fundinn á miðvikudag þar sem staðfesta átti kjör Joe Biden með formlegum hætti. Það tókst þó ekki fyrr en nokkrum klukkustundum síðar eftir að hópurinn réðst inn í þinghúsið.Getty/Drew Angerer Maðurinn hefur verið ákærður og nafngreindur. Hann heitir Cleveland Grover Meredith Jr. og hefur hann verið ákærður fyrir hótanir og vörslu óskráðra skotvopna. Hann verður leiddur fyrir dómara í næstu viku og er í haldi lögreglu þangað til. Annar maður, Lonnie Leroy Coffman, kom til Washington frá Alabama á pallbíl þar sem finna mátti ellefu heimatilbúnar sprengjur, árásarriffil og skammbyssu. Hann er sagður hafa lagt bílnum tveimur götum frá þinghúsinu á miðvikudag án athugasemda frá lögreglu samkvæmt saksóknurum. Sprengjusveit kom auga á bílinn eftir að óeirðir brutust út. Coffman sagði lögreglu að hann hefði fyllt krukkur af bræddu frauðplasti og bensíni og telja rannsakendur blönduna geta leitt til mikillar sprengingar. Sá hefur einnig verið ákærður, en alls hafa þrettán verið ákærðir fyrir brot á alríkislögum samkvæmt dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Í gær var greint frá því að maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi hefði verið handtekinn og ákærður.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Geta ekki beðið í þrettán daga Fleiri þingmenn hafa kallað eftir því að 25. viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar verði virkjaður og að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, verði vikið úr embætti. Aðeins þrettán dagar eru eftir af valdatíð Trump en Joe Biden tekur formlega við embættinu þann 20. janúar næstkomandi. 7. janúar 2021 17:39 „Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26 „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Geta ekki beðið í þrettán daga Fleiri þingmenn hafa kallað eftir því að 25. viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar verði virkjaður og að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, verði vikið úr embætti. Aðeins þrettán dagar eru eftir af valdatíð Trump en Joe Biden tekur formlega við embættinu þann 20. janúar næstkomandi. 7. janúar 2021 17:39
„Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26
„Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37