Vildi „setja kúlu í hausinn á Pelosi“ í beinni Sylvía Hall skrifar 9. janúar 2021 14:22 Þrettán hafa verið ákærðir fyrir brot á alríkislögum eftir árásina á miðvikudag. Getty/Kent Nishimura Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa greint frá upplýsingum úr rannsókn yfirvalda, sem snýr að árás stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag. Frá þessu er greint á vef CNN. Á meðal þess sem fram er komið eru upplýsingar um mann sem lýsti því yfir að hann vildi skjóta Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrataflokksins og forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hann hafi komið til Washington degi áður en stuðningsmannafundurinn fór fram og sagði vinum og vandamönnum að hann vildi „skjóta eða keyra yfir“ Pelosi. Í einum smáskilaboðum sem hann er sagður hafa sent lýsti hann því yfir að hann væri að íhuga að „setja kúlu í hausinn á Pelosi í beinni útsendingu“ og hann hefði tekið með sér „heilan haug“ af skotvopnum. Nancy Pelosi var viðstödd fundinn á miðvikudag þar sem staðfesta átti kjör Joe Biden með formlegum hætti. Það tókst þó ekki fyrr en nokkrum klukkustundum síðar eftir að hópurinn réðst inn í þinghúsið.Getty/Drew Angerer Maðurinn hefur verið ákærður og nafngreindur. Hann heitir Cleveland Grover Meredith Jr. og hefur hann verið ákærður fyrir hótanir og vörslu óskráðra skotvopna. Hann verður leiddur fyrir dómara í næstu viku og er í haldi lögreglu þangað til. Annar maður, Lonnie Leroy Coffman, kom til Washington frá Alabama á pallbíl þar sem finna mátti ellefu heimatilbúnar sprengjur, árásarriffil og skammbyssu. Hann er sagður hafa lagt bílnum tveimur götum frá þinghúsinu á miðvikudag án athugasemda frá lögreglu samkvæmt saksóknurum. Sprengjusveit kom auga á bílinn eftir að óeirðir brutust út. Coffman sagði lögreglu að hann hefði fyllt krukkur af bræddu frauðplasti og bensíni og telja rannsakendur blönduna geta leitt til mikillar sprengingar. Sá hefur einnig verið ákærður, en alls hafa þrettán verið ákærðir fyrir brot á alríkislögum samkvæmt dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Í gær var greint frá því að maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi hefði verið handtekinn og ákærður. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Geta ekki beðið í þrettán daga Fleiri þingmenn hafa kallað eftir því að 25. viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar verði virkjaður og að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, verði vikið úr embætti. Aðeins þrettán dagar eru eftir af valdatíð Trump en Joe Biden tekur formlega við embættinu þann 20. janúar næstkomandi. 7. janúar 2021 17:39 „Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26 „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Sjá meira
Á meðal þess sem fram er komið eru upplýsingar um mann sem lýsti því yfir að hann vildi skjóta Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrataflokksins og forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hann hafi komið til Washington degi áður en stuðningsmannafundurinn fór fram og sagði vinum og vandamönnum að hann vildi „skjóta eða keyra yfir“ Pelosi. Í einum smáskilaboðum sem hann er sagður hafa sent lýsti hann því yfir að hann væri að íhuga að „setja kúlu í hausinn á Pelosi í beinni útsendingu“ og hann hefði tekið með sér „heilan haug“ af skotvopnum. Nancy Pelosi var viðstödd fundinn á miðvikudag þar sem staðfesta átti kjör Joe Biden með formlegum hætti. Það tókst þó ekki fyrr en nokkrum klukkustundum síðar eftir að hópurinn réðst inn í þinghúsið.Getty/Drew Angerer Maðurinn hefur verið ákærður og nafngreindur. Hann heitir Cleveland Grover Meredith Jr. og hefur hann verið ákærður fyrir hótanir og vörslu óskráðra skotvopna. Hann verður leiddur fyrir dómara í næstu viku og er í haldi lögreglu þangað til. Annar maður, Lonnie Leroy Coffman, kom til Washington frá Alabama á pallbíl þar sem finna mátti ellefu heimatilbúnar sprengjur, árásarriffil og skammbyssu. Hann er sagður hafa lagt bílnum tveimur götum frá þinghúsinu á miðvikudag án athugasemda frá lögreglu samkvæmt saksóknurum. Sprengjusveit kom auga á bílinn eftir að óeirðir brutust út. Coffman sagði lögreglu að hann hefði fyllt krukkur af bræddu frauðplasti og bensíni og telja rannsakendur blönduna geta leitt til mikillar sprengingar. Sá hefur einnig verið ákærður, en alls hafa þrettán verið ákærðir fyrir brot á alríkislögum samkvæmt dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Í gær var greint frá því að maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi hefði verið handtekinn og ákærður.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Geta ekki beðið í þrettán daga Fleiri þingmenn hafa kallað eftir því að 25. viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar verði virkjaður og að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, verði vikið úr embætti. Aðeins þrettán dagar eru eftir af valdatíð Trump en Joe Biden tekur formlega við embættinu þann 20. janúar næstkomandi. 7. janúar 2021 17:39 „Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26 „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Sjá meira
Geta ekki beðið í þrettán daga Fleiri þingmenn hafa kallað eftir því að 25. viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar verði virkjaður og að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, verði vikið úr embætti. Aðeins þrettán dagar eru eftir af valdatíð Trump en Joe Biden tekur formlega við embættinu þann 20. janúar næstkomandi. 7. janúar 2021 17:39
„Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26
„Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37