Erlent

Evrópuþjóðir verði að grípa til harðari aðgerða vegna afbrigðisins

Sylvía Hall skrifar
Hans Kluge, yfirmaður Evrópudeildar WHO.
Hans Kluge, yfirmaður Evrópudeildar WHO. Anadolu Agency/Getty Images

Hans Kluge, yfirmaður Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir nýtt afbrigði kórónuveirunnar geta leitt til frekara álags á heilbrigðiskerfi víða um álfuna sem nú þegar eru undir miklu álagi. Því þurfi lönd að grípa til harðari aðgerða til að sporna við frekari útbreiðslu.

Afbrigðið sem um ræðir fannst upphaflega í Bretlandi í nóvember síðastliðnum og er talið allt að sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Það hefur nú verið greint í 22 löndum innan Evrópu, þar á meðal Íslandi. Alls hafa nú 22 greinst með afbrigðið hér á landi, þar af þrjú innanlands, en þau tengjast þeim sem greindust við landamæraskimun.

Þó svo að afbrigðið sé meira smitandi bendir ekkert til þess að veikindi þeirra sem með það greinast séu alvarlegri.

„Án frekari aðgerða til þess að hægja á dreifingu þess mun verða meira álag á heilbrigðisstofnanir sem nú þegar eru undir miklu álagi,“ sagði Kluge.

Faraldurinn er í miklum vexti víða í Evrópu þar sem metfjöldi smita greinist á degi hverjum. Þá hafa lönd á borð við Bretland og Þýskaland ákveðið að framlengja útgöngubann á landsvísu, í það minnsta út mánuðinn, á meðan smitum fer fjölgandi.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.