Enski boltinn

Wenger segist nánast sjá eftir því að hafa keypt Sol Campbell

Anton Ingi Leifsson skrifar
Campbell og Wenger eftir leik Arsenal og Man. United í leiknum um Samfélagsskjöldinn árið 2003.
Campbell og Wenger eftir leik Arsenal og Man. United í leiknum um Samfélagsskjöldinn árið 2003. Stuart MacFarlane/Getty

Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, er ekki viss um að hann myndi kaupa Sol Campbell, aftur, ef hann fengi að spóla aftur til baka til ársins 2001.

Campbell ólst upp hjá West Ham en skipti til Tottenham fimmtán ára gamall. Þar lék hann rúmlega 250 leiki áður en Arsene Wenger náði honum yfir til Arsenal.

Þessi skipti fóru allt annað en vel í stuðningsmenn Tottenham sem urðu æfir út í Campbell. Wenger rifjar upp félagaskiptin og eftirmála þeirra.

„Ég vissi að þetta myndi skapa heitar umræður í London en ég var mjög viss um leikmanninn. Ég vissi að hann myndi ná að takast á við þetta og allir voru vissir um að ég hefði keypt frábæran leikmann. En fyrir hann þá var þetta flóknara,“ sagði Wenger.

„Aðstæðurnar voru mjög stressandi fyrir Sol og hann sagði mér eftir á hversu alvarlegt þetta var hann. Hann gat ekki farið út að borða eða á ákveðna staði í Lundúnum því þar voru reiðir stuðningsmenn Tottenham.“

„Þegar ég horfi til baka, er ég ekki viss um að ég myndi kaupa hann eftir allt sem hann í gekk í gegnum,“ sagði Wenger.

Campbell vann ensku úrvalsdeildina í tvígang með Arsenal, enska bikarinn einnig tvisvar og náði í silfur í Meistaradeildinni. Hann spilaði tæplega 200 leiki fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×