Kim sagði efnahagsstefnu sína vera misheppnaða Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2021 08:37 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, opnaði nýtt flokksþing Verkamannaflokks landsins á því að viðurkenna að efnahagsstefna hans væri misheppnuð. Í opnunarræðu sinni sagði hann að þau markmið sem hann setti á flokksþingi fyrir fimm árum væru fjarri því að hafa náðst á nánast öllum sviðum. Í ræðunni sagði Kim einnig að vandi Norður-Kóreu væri fordæmalaus og sá versti í sögu ríkisins. KCNA, ríkismiðill einræðisríkisins, hefur eftir Kim að aukin sjálfbærni sé nauðsynleg í Norður-Kóreu og þeir sigrar sem hafi unnist megi ekki tapast og þau mistök sem hafi átt sér stað megi ekki endurtaka sig. Flokksþingið er einn stærsti áróðursviðburður Norður-Kóreu en sérfræðingar sem AP fréttaveitan hefur rætt við segja ólíklegt að lausn við vandamálum ríkisins finnist þar. Þau stafi nánast öll af ömurlegri efnahagsstjórn undanfarinnar áratuga og kostnaðarsamri kjarnorkuvopnaáætlun sem Kim hefur lagt gífurlega áherslu á. Þar að auki hafa umfangsmiklar viðskiptaþvinganir verið lagðar á Norður-Kóreu vegna þeirrar kjarnorkuvopnaáætlunar. Sjá einnig: Nýtt flokksþing í skugga efnahagsvandræða Kim hefur þrisvar sinnum fundað með Donald Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, en þær viðræður hafa litlum árangri skilað. Norður-Kóreumenn krefjast þess að losna við þvinganir áður en þeir taka skref í átt að afvopnun en það hafa Bandaríkjamenn ekki viljað og kalla þeir eftir því að einræðisstjórn Kim láti fyrst af vopnum sínum. Samvkæmt Yonhap fréttaveitunni nefndi Kim hvorki Bandaríkin né Suður-Kóreu í ræðu sinni og hefur hann ekki enn tjáð sig um sigur Joe Biden í forsetakosningum síðasta árs. Í frétt AP segir þó að Biden, sem tekur við embætti þann 20. janúar, muni líklega viðhalda þvingunum gegn Norður-Kóreu þar til skref í átt að afvopnun verði tekin. Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim sagður reiður og óskynsamur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður vera reiður þessa dagana og hafa tekið óskynsamar ákvarðanir. Hann er sagður undir miklum þrýstingi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og versnandi stöðu hagkerfis landsins. 27. nóvember 2020 12:53 Kim grét, baðst afsökunar og sýndi ný vopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, táraðist og baðst hann afsökunar á þeim harðindum sem þegnar hans hafa þurft að ganga í gegnum að undanförnu. 12. október 2020 12:03 Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Í ræðunni sagði Kim einnig að vandi Norður-Kóreu væri fordæmalaus og sá versti í sögu ríkisins. KCNA, ríkismiðill einræðisríkisins, hefur eftir Kim að aukin sjálfbærni sé nauðsynleg í Norður-Kóreu og þeir sigrar sem hafi unnist megi ekki tapast og þau mistök sem hafi átt sér stað megi ekki endurtaka sig. Flokksþingið er einn stærsti áróðursviðburður Norður-Kóreu en sérfræðingar sem AP fréttaveitan hefur rætt við segja ólíklegt að lausn við vandamálum ríkisins finnist þar. Þau stafi nánast öll af ömurlegri efnahagsstjórn undanfarinnar áratuga og kostnaðarsamri kjarnorkuvopnaáætlun sem Kim hefur lagt gífurlega áherslu á. Þar að auki hafa umfangsmiklar viðskiptaþvinganir verið lagðar á Norður-Kóreu vegna þeirrar kjarnorkuvopnaáætlunar. Sjá einnig: Nýtt flokksþing í skugga efnahagsvandræða Kim hefur þrisvar sinnum fundað með Donald Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, en þær viðræður hafa litlum árangri skilað. Norður-Kóreumenn krefjast þess að losna við þvinganir áður en þeir taka skref í átt að afvopnun en það hafa Bandaríkjamenn ekki viljað og kalla þeir eftir því að einræðisstjórn Kim láti fyrst af vopnum sínum. Samvkæmt Yonhap fréttaveitunni nefndi Kim hvorki Bandaríkin né Suður-Kóreu í ræðu sinni og hefur hann ekki enn tjáð sig um sigur Joe Biden í forsetakosningum síðasta árs. Í frétt AP segir þó að Biden, sem tekur við embætti þann 20. janúar, muni líklega viðhalda þvingunum gegn Norður-Kóreu þar til skref í átt að afvopnun verði tekin.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim sagður reiður og óskynsamur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður vera reiður þessa dagana og hafa tekið óskynsamar ákvarðanir. Hann er sagður undir miklum þrýstingi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og versnandi stöðu hagkerfis landsins. 27. nóvember 2020 12:53 Kim grét, baðst afsökunar og sýndi ný vopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, táraðist og baðst hann afsökunar á þeim harðindum sem þegnar hans hafa þurft að ganga í gegnum að undanförnu. 12. október 2020 12:03 Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Kim sagður reiður og óskynsamur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður vera reiður þessa dagana og hafa tekið óskynsamar ákvarðanir. Hann er sagður undir miklum þrýstingi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og versnandi stöðu hagkerfis landsins. 27. nóvember 2020 12:53
Kim grét, baðst afsökunar og sýndi ný vopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, táraðist og baðst hann afsökunar á þeim harðindum sem þegnar hans hafa þurft að ganga í gegnum að undanförnu. 12. október 2020 12:03
Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40