Nýtt flokksþing í skugga efnahagsvandræða Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2020 10:21 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur sést mun sjaldnar á almannafæri en áður. EPA/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, opnar á nýju ári áttunda flokksþing Verkamannaflokks landsins. Síðasta flokksþing var haldið fyrir fimm árum síðan og þá notaði Kim það til að tryggja yfirráð sín og heita því að koma upp kjarnorkuvopnum og lagði hann fram metnaðarfulla efnahagsáætlun, sem hefur ekki ræst. Nú stendur einræðisherrann frammi fyrir fjölmörgum krísum. Stærsta krísa einræðisherrans snýr að hagkerfi Norður-Kóreu sem stendur verulega höllum fæti vegna viðskiptaþvingana og vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Þrátt fyrir það telja starfsmenn Hagstofu Suður-Kóreu að hagvöxtur hafi orðið í Norður-Kóreu í fyrsta sinn í þrjú ár. Hagkerfi einræðisríkisins hafi stækkað um 0,4 prósent í fyrra. Árið 2018 dróst hagkerfið saman um 4,1 prósent og 3,5 prósent árið 2017. Í ræðu sem Kim hélt í október bað hann þegna sína afsökunar á efnahagsástandinu og hét hann bótum og betrun. Sjá einnig: Kim grét, baðst afsökunar og sýndi ný vopn Það var eftir að óveður og flóð skemmdu mikið af uppskeru landsins. Það auk faraldurs nýju kórónuveirunnar og refsiaðgerða hefur komið verulega niður á efnahagi landsins. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja þó fáa valkosti í stöðunni fyrir einræðisherrann, aðra en að kreista þjóð sína áfram. Landamæri Norður-Kóreu og Kína, stærsta viðskiptafélaga ríkisins, eru lokuð og verða það áfram í bili. Viðskipti ríkjanna drógust saman um 75 prósent á fyrstu tíu mánuðum ársins og leiddi það til skorts og lokanna verksmiðja í Norður-Kóreu. Kim Jong Un á flokksþingi árið 2016.AP/Wong Maye-E Ríkisstjórn Kim greip fljótt til strangra sóttvarna þegar faraldur Covid-19 hófst og ástæðan er talin vera sú að heilbrigðiskerfi ríkisins sé einstaklega slæmt. Allur búnaður sé áratugagamall, skortur sé á lyfjum og öðru og þar að auki sé heilsa íbúa einræðisríkisins heilt yfir ekki góð. Ráðamenn viti að brjótist út faraldur í ríkinu muni þeir koma verulega illa út úr honum. Þá hefur Kim lítið sést á almannafæri á árinu. AP segir hann hafa sést alls 53 sinnum og þá hafi hann verið að skoða vopn, svæði sem urðu illa úti vegna fellibylja og sótt fundi. Undanfarin fjögur ár hefur hann að meðaltali tekið þátt í 103 slíkum viðburðum á ári. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær flokksþingið verður haldið. Þá er einnig óljóst hvaða áhrif kjör Joe Biden til embættis forseta Bandaríkjanna muni hafa á Norður-Kóreu. Búist er við því að Biden muni ekki hafa áhuga á að hitta Kim, eins og Donald Trump gerði, og þar að auki er búist við því að Biden muni hafa í önnur horn að líta heima fyrir. Einhverjir sérfræðingar telja líklegt að Kim muni grípa til eldflaugatilrauna til að ná athygli Bidens en aðrir segja það ólíklegt. Einræðisherrann vilji ekki koma í veg fyrir mögulegar viðræður við ríkisstjórn Bidens um afvopnun og viðskiptaþvinganir. Ríkisstjórn Kim hefur hingað til krafist þess að þvinganir verði felldar niður, áður en gripið verður til aðgerða varðandi mögulega afvopnun. Bandaríkjamenn vilja hins vegar afvopnun fyrst. Norður-Kórea Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Nú stendur einræðisherrann frammi fyrir fjölmörgum krísum. Stærsta krísa einræðisherrans snýr að hagkerfi Norður-Kóreu sem stendur verulega höllum fæti vegna viðskiptaþvingana og vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Þrátt fyrir það telja starfsmenn Hagstofu Suður-Kóreu að hagvöxtur hafi orðið í Norður-Kóreu í fyrsta sinn í þrjú ár. Hagkerfi einræðisríkisins hafi stækkað um 0,4 prósent í fyrra. Árið 2018 dróst hagkerfið saman um 4,1 prósent og 3,5 prósent árið 2017. Í ræðu sem Kim hélt í október bað hann þegna sína afsökunar á efnahagsástandinu og hét hann bótum og betrun. Sjá einnig: Kim grét, baðst afsökunar og sýndi ný vopn Það var eftir að óveður og flóð skemmdu mikið af uppskeru landsins. Það auk faraldurs nýju kórónuveirunnar og refsiaðgerða hefur komið verulega niður á efnahagi landsins. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja þó fáa valkosti í stöðunni fyrir einræðisherrann, aðra en að kreista þjóð sína áfram. Landamæri Norður-Kóreu og Kína, stærsta viðskiptafélaga ríkisins, eru lokuð og verða það áfram í bili. Viðskipti ríkjanna drógust saman um 75 prósent á fyrstu tíu mánuðum ársins og leiddi það til skorts og lokanna verksmiðja í Norður-Kóreu. Kim Jong Un á flokksþingi árið 2016.AP/Wong Maye-E Ríkisstjórn Kim greip fljótt til strangra sóttvarna þegar faraldur Covid-19 hófst og ástæðan er talin vera sú að heilbrigðiskerfi ríkisins sé einstaklega slæmt. Allur búnaður sé áratugagamall, skortur sé á lyfjum og öðru og þar að auki sé heilsa íbúa einræðisríkisins heilt yfir ekki góð. Ráðamenn viti að brjótist út faraldur í ríkinu muni þeir koma verulega illa út úr honum. Þá hefur Kim lítið sést á almannafæri á árinu. AP segir hann hafa sést alls 53 sinnum og þá hafi hann verið að skoða vopn, svæði sem urðu illa úti vegna fellibylja og sótt fundi. Undanfarin fjögur ár hefur hann að meðaltali tekið þátt í 103 slíkum viðburðum á ári. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær flokksþingið verður haldið. Þá er einnig óljóst hvaða áhrif kjör Joe Biden til embættis forseta Bandaríkjanna muni hafa á Norður-Kóreu. Búist er við því að Biden muni ekki hafa áhuga á að hitta Kim, eins og Donald Trump gerði, og þar að auki er búist við því að Biden muni hafa í önnur horn að líta heima fyrir. Einhverjir sérfræðingar telja líklegt að Kim muni grípa til eldflaugatilrauna til að ná athygli Bidens en aðrir segja það ólíklegt. Einræðisherrann vilji ekki koma í veg fyrir mögulegar viðræður við ríkisstjórn Bidens um afvopnun og viðskiptaþvinganir. Ríkisstjórn Kim hefur hingað til krafist þess að þvinganir verði felldar niður, áður en gripið verður til aðgerða varðandi mögulega afvopnun. Bandaríkjamenn vilja hins vegar afvopnun fyrst.
Norður-Kórea Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent