Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. október 2020 18:40 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu við heimsókn Trumps til Norður-Kóreu í júní 2019. Dong-A Ilbo/Getty Images Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. Þá skrifaði hann að framtíðarfundir með Trump myndu líkjast „senu úr fantasíukvikmynd.“ Á sama tíma var mikil hernaðaruppbygging í gangi í Norður-Kóreu. Verið var að grafa neðanjarðargöng og byggja vopnageymslur neðanjarðar til þess að hægt væri að færa vopn á milli staða. Þá var einnig verið að reisa nýjar byggingar við kjarnorkuver nærri höfuðborg landsins, þar sem verið var að auðga úran fyrir allt að fimmtán nýjar kjarnorkusprengjur. Þetta hefur The Washington Post eftir opinberum starfsmönnum Bandaríkjanna og Suður-Kóreu og vísar einnig í skýrslu sem gerð var af Sameinuðu þjóðunum. Fram kemur í skýrslunni að frá því að Kim og Trump fóru að funda árið 2018 hafi Norður-Kórea hætt að prófa kjarnavopn svo til sæist en hafi hins vegar ekki hætt þróun þeirra. Ný gögn sýni jafnframt fram á að Kim hafi nýtt sér athyglina sem viðræðurnar við Bandaríkin fengu til þess að fela sín hættulegustu vopn og verja þau frá mögulegum árásum. Markmið viðræðna Bandaríkjanna við Norður-Kóreu var að útrýma kjarnorkuvopnum á Kóreuskaganum og þó svo að það virðist að einhverju leiti hafa tekist, vegna þess að engar prófanir hafi verið gerðar á þeim af Norður-Kóreu, er það ekki svo. Enn búi ríkið yfir fjölda kjarnorkuvopna, ekki einu slíku hafi verið eytt og enn hafi eldflaugaverksmiðjum ekki verið lokað. Sérfræðingar segja að viðræðurnar hafi aðeins skilað því að Norður-Kórea sé betur vopnuð og að kjarnorkuvopnabyrgðir landsins séu dreifðar um landið fyrir tilstilli neðanjarðarganganna. Þá hafi Kim einnig notið góðs af vinskapnum við Trump. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skýtur upp óþekktu flugskeyti Norður Kórea skaut í kvöld óþekktri flugskeyti frá austurströnd sinni og lenti hún í hafinu. 28. mars 2020 22:16 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. Þá skrifaði hann að framtíðarfundir með Trump myndu líkjast „senu úr fantasíukvikmynd.“ Á sama tíma var mikil hernaðaruppbygging í gangi í Norður-Kóreu. Verið var að grafa neðanjarðargöng og byggja vopnageymslur neðanjarðar til þess að hægt væri að færa vopn á milli staða. Þá var einnig verið að reisa nýjar byggingar við kjarnorkuver nærri höfuðborg landsins, þar sem verið var að auðga úran fyrir allt að fimmtán nýjar kjarnorkusprengjur. Þetta hefur The Washington Post eftir opinberum starfsmönnum Bandaríkjanna og Suður-Kóreu og vísar einnig í skýrslu sem gerð var af Sameinuðu þjóðunum. Fram kemur í skýrslunni að frá því að Kim og Trump fóru að funda árið 2018 hafi Norður-Kórea hætt að prófa kjarnavopn svo til sæist en hafi hins vegar ekki hætt þróun þeirra. Ný gögn sýni jafnframt fram á að Kim hafi nýtt sér athyglina sem viðræðurnar við Bandaríkin fengu til þess að fela sín hættulegustu vopn og verja þau frá mögulegum árásum. Markmið viðræðna Bandaríkjanna við Norður-Kóreu var að útrýma kjarnorkuvopnum á Kóreuskaganum og þó svo að það virðist að einhverju leiti hafa tekist, vegna þess að engar prófanir hafi verið gerðar á þeim af Norður-Kóreu, er það ekki svo. Enn búi ríkið yfir fjölda kjarnorkuvopna, ekki einu slíku hafi verið eytt og enn hafi eldflaugaverksmiðjum ekki verið lokað. Sérfræðingar segja að viðræðurnar hafi aðeins skilað því að Norður-Kórea sé betur vopnuð og að kjarnorkuvopnabyrgðir landsins séu dreifðar um landið fyrir tilstilli neðanjarðarganganna. Þá hafi Kim einnig notið góðs af vinskapnum við Trump.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skýtur upp óþekktu flugskeyti Norður Kórea skaut í kvöld óþekktri flugskeyti frá austurströnd sinni og lenti hún í hafinu. 28. mars 2020 22:16 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Norður-Kórea skýtur upp óþekktu flugskeyti Norður Kórea skaut í kvöld óþekktri flugskeyti frá austurströnd sinni og lenti hún í hafinu. 28. mars 2020 22:16