Íslenski boltinn

FH staðfestir komu Olivers

Anton Ingi Leifsson skrifar
Oliver Heiðarsson er genginn í raðir FH.
Oliver Heiðarsson er genginn í raðir FH. Heimasíða FH

Oliver Heiðarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við FH og mun leika með liðinu í Pepsi Max deild karla.

Oliver er nítján ára gamall kantmaður sem er uppalinn hjá Þrótti en hann er sonur fyrrum atvinnu- og landsliðsmannsins, Heiðars Helgusonar.

Oliver lék á síðustu leiktíð með Þrótti í Lengjudeildinni en þar lék hann nítján leiki.

Oliver getur einnig leikið sem fremsti maður en FH býður hann velkominn á samfélagsmiðlum sínum nú í kvöld.

„Við bjóðum Oliver hjartanlega velkominn til Fimleikafélagsins og hlökkum til að sjá hann klæðast hinni undurfögru FH treyju.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.