Kristinn um úrskurðinn í máli Assange: „Ákvörðunin var rétt en á röngum forsendum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2021 23:25 Kristinn fagnar tíðindum dagsins í máli Assange en segir baráttunni hvergi nærri lokið. Jack Taylor/Getty Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segist finna fyrir miklum stuðningi við málstað Julians Assange, stofnanda Wikileaks. Í dag úrskurðaði dómari í dómsmáli gegn þeim síðarnefnda, um að hann skyldi ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Assange á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisdóm í Bandaríkjunum vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. Skjölunum var lekið til samtakanna af Chelsea Manning. „Ég finn fyrir miklum skilningi á því hvað þessi slagur Julians við pólitíska ákæruvaldið í henni Ameríku er mikið alvörumál og hvaða afleiðingar það hefur ef hann er framseldur. Dómari málsins tók nokkuð djarfa ákvörðun í dag. Ákvörðunin var rétt en á röngum forsendum. Eftir standa óleyst álitamál um starfsmumhverfi blaðamanna og rétt þeirra til að birta upplýsingar,“ skrifar Kristinn á Facebook-síðu sinni í kvöld. Hann segir þá gott að finna að samtök blaðamanna og samtök um frjálsa fjölmiðlun „sjái alvöruna í málinu.“ Ósammála forsendunum en ánægður með úrskurðinn Þá rekir Kristinn lagatæknilega hlið málsins og segir að þingheimur í Bretlandi virðist vera að vakna til vitundar um úrskurðinn. „Allt í einu liggur fyrir dómsúrskurður þar sem vægast sagt umdeild túlkun sprettur fram á framsalslögum í Bretlandi, framsalsamningnum við Bandaríkin og túlkun á bresku leyndarlöggjöfinni (Official Secrets Acts). Ástæðan fyrir því að þetta er dregið fram er það lagatæknilega atriði sem kallast „dual criminality“ það er, dómari verður að úrskurða í framsalsmálum að meint brot í landinu sem krefst framsals verður að teljast sambærilegt lögbrot í landinu sem beðið er um að framselja,“ skrifar Kristinn. Dómarinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ákæruatriðin í málinu gegn Assange ættu sér hliðstæða túlkun í breskum rétti. Kveðst Kristinn ekki viss um að blaðamönnum þar í landi hugnist sú túlkun dómarans. Hann segir engu að síður þakkarvert að dómarinn hafi úrskurðað Assange í vil „þó aðeins sé á forsendum mannúðar,“ og segir það talsverðan sigur í málinu. Mikill slagur fram undan Kristinn segir næsta slag í málinu felast í því að fá Assange lausan úr varðhaldi og berjast gegn áfrýjun lögmanna bandaríska ríkisins, en úrskurðinum sem birtur var í dag hefur verður áfrýjað til London High Court, og að öllum líkindum því næst til Hæstaréttar Breglands. Kristinn segir að þrátt fyrir úrskurðinn sé enn fjöldi óvissumála sem berjast þurfi fyrir og að miklir hagsmunir séu undir. „Stundum hef ég viðrað þetta við fólk sem yppir öxlum og segist heldur vilja einbeita sér að öðrum mikilsverðum málum, verndun umhverfisins, jafnréttismálum [og svo framvegis]. Í þeim tilfellum bendi ég á að það er vandasamt að berjast fyrir nokkrum slíkum málum ef við missum frelsi til tjáningar og frelsi til birtingar. Mannréttindi eru vopn sem við þurfum til sjálfsvarnar. Við megum ekki láta slá þau úr höndunum á okkur,“ segir Kristinn að lokum. WikiLeaks Bretland Bandaríkin Mál Julians Assange Tengdar fréttir Assange ekki framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Þessi úrskurður bresks dómara var opinberaður fyrir skömmu. Assange, sem er 49 ára gamall, á allt að 175 ára fangelsi yfir höfði sér í Bandaríkjunum. 4. janúar 2021 11:03 Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. 8. september 2020 13:26 Dagur mikilla vonbrigða Réttarhöld yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, hófust á ný í Lundúnum í dag. 7. september 2020 19:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Sjá meira
Assange á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisdóm í Bandaríkjunum vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. Skjölunum var lekið til samtakanna af Chelsea Manning. „Ég finn fyrir miklum skilningi á því hvað þessi slagur Julians við pólitíska ákæruvaldið í henni Ameríku er mikið alvörumál og hvaða afleiðingar það hefur ef hann er framseldur. Dómari málsins tók nokkuð djarfa ákvörðun í dag. Ákvörðunin var rétt en á röngum forsendum. Eftir standa óleyst álitamál um starfsmumhverfi blaðamanna og rétt þeirra til að birta upplýsingar,“ skrifar Kristinn á Facebook-síðu sinni í kvöld. Hann segir þá gott að finna að samtök blaðamanna og samtök um frjálsa fjölmiðlun „sjái alvöruna í málinu.“ Ósammála forsendunum en ánægður með úrskurðinn Þá rekir Kristinn lagatæknilega hlið málsins og segir að þingheimur í Bretlandi virðist vera að vakna til vitundar um úrskurðinn. „Allt í einu liggur fyrir dómsúrskurður þar sem vægast sagt umdeild túlkun sprettur fram á framsalslögum í Bretlandi, framsalsamningnum við Bandaríkin og túlkun á bresku leyndarlöggjöfinni (Official Secrets Acts). Ástæðan fyrir því að þetta er dregið fram er það lagatæknilega atriði sem kallast „dual criminality“ það er, dómari verður að úrskurða í framsalsmálum að meint brot í landinu sem krefst framsals verður að teljast sambærilegt lögbrot í landinu sem beðið er um að framselja,“ skrifar Kristinn. Dómarinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ákæruatriðin í málinu gegn Assange ættu sér hliðstæða túlkun í breskum rétti. Kveðst Kristinn ekki viss um að blaðamönnum þar í landi hugnist sú túlkun dómarans. Hann segir engu að síður þakkarvert að dómarinn hafi úrskurðað Assange í vil „þó aðeins sé á forsendum mannúðar,“ og segir það talsverðan sigur í málinu. Mikill slagur fram undan Kristinn segir næsta slag í málinu felast í því að fá Assange lausan úr varðhaldi og berjast gegn áfrýjun lögmanna bandaríska ríkisins, en úrskurðinum sem birtur var í dag hefur verður áfrýjað til London High Court, og að öllum líkindum því næst til Hæstaréttar Breglands. Kristinn segir að þrátt fyrir úrskurðinn sé enn fjöldi óvissumála sem berjast þurfi fyrir og að miklir hagsmunir séu undir. „Stundum hef ég viðrað þetta við fólk sem yppir öxlum og segist heldur vilja einbeita sér að öðrum mikilsverðum málum, verndun umhverfisins, jafnréttismálum [og svo framvegis]. Í þeim tilfellum bendi ég á að það er vandasamt að berjast fyrir nokkrum slíkum málum ef við missum frelsi til tjáningar og frelsi til birtingar. Mannréttindi eru vopn sem við þurfum til sjálfsvarnar. Við megum ekki láta slá þau úr höndunum á okkur,“ segir Kristinn að lokum.
WikiLeaks Bretland Bandaríkin Mál Julians Assange Tengdar fréttir Assange ekki framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Þessi úrskurður bresks dómara var opinberaður fyrir skömmu. Assange, sem er 49 ára gamall, á allt að 175 ára fangelsi yfir höfði sér í Bandaríkjunum. 4. janúar 2021 11:03 Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. 8. september 2020 13:26 Dagur mikilla vonbrigða Réttarhöld yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, hófust á ný í Lundúnum í dag. 7. september 2020 19:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Sjá meira
Assange ekki framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Þessi úrskurður bresks dómara var opinberaður fyrir skömmu. Assange, sem er 49 ára gamall, á allt að 175 ára fangelsi yfir höfði sér í Bandaríkjunum. 4. janúar 2021 11:03
Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. 8. september 2020 13:26
Dagur mikilla vonbrigða Réttarhöld yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, hófust á ný í Lundúnum í dag. 7. september 2020 19:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent