Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2020 13:26 Sendiferðabíl með plakati þar sem framsali Assange til Bandaríkjanna var mótmælt var lagt fyrir utan Old Bailey-dómshúsið í London í dag. AP/Kirsty Wigglesworth Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. Assange kallaði fram í fyrir lögmanni Bandaríkjastjórnar sem sækist eftir að fá hann framseldan frá Bretlandi. Réttarhöldin yfir Assange hófust upphaflega í febrúar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Þeim var haldið áfram á mánudag. Bandaríkjastjórn sakar Assange um að hafa lagt á ráðin um að brjótast inn í tölvu alríkisstjórnarinnar og stela trúnaðarskjölum sem Wikileaks birti árin 2010 og 2011. Þegar lögmaður Bandaríkjastjórnar sagði vitni að hún falaðist eftir framsali Assange vegna þess að hann birti nöfn uppljóstrara, ekki vegna þess að hann hefði lekið skjölum kallaði Assange fram í fyrir honum. „Kjaftæði,“ heyrðist frá sakamannabekknum þar sem Assange situr, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Vanessa Baraitser, dómarinn í málinu, benti Assange þá á að hann ætti ekki að tala jafnvel þó að hann væri ósammála því sem kæmi fram. „Ef þú truflar réttarhöldin og truflar vitni sem er að bera fram sönnunargögn á viðeigandi hátt stendur það mér til boða að halda áfram að þér fjarstöddum,“ sagði Baraitser sem tók fram að henni hugnaðist sá möguleiki ekki og því varaði hún Assange við. Skjölin sem Wikileaks birti á sínum tíma komu meðal annars úr utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Fjölmiðlar víða um heim unnu upp úr gögnunum en Assange og Wikileaks birtu frumgögnin einnig. Bandaríkjastjórn segir að með því hafi Assange stefnt lífi uppljóstrara, andófsfólks og baráttufólks fyrir mannréttindum í fjölda ríkja í hættu, þar á meðal í Írak, Íran og Afganistan. Bretland Bandaríkin WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Réttarhöld hefjast á ný yfir Julian Assange Réttarhöld hefjast að nýju í dag í London yfir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, en tekist er á um það hvort það skuli framselja hann til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ára fangelsi. 7. september 2020 08:50 Wikileaks hafi hjálpað Rússum að hjálpa Trump Uppljóstrunarsíðan WikiLeaks lék lykilhlutverk í áróðursherferð rússneskra stjórnvalda í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. 18. ágúst 2020 14:53 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Sjá meira
Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. Assange kallaði fram í fyrir lögmanni Bandaríkjastjórnar sem sækist eftir að fá hann framseldan frá Bretlandi. Réttarhöldin yfir Assange hófust upphaflega í febrúar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Þeim var haldið áfram á mánudag. Bandaríkjastjórn sakar Assange um að hafa lagt á ráðin um að brjótast inn í tölvu alríkisstjórnarinnar og stela trúnaðarskjölum sem Wikileaks birti árin 2010 og 2011. Þegar lögmaður Bandaríkjastjórnar sagði vitni að hún falaðist eftir framsali Assange vegna þess að hann birti nöfn uppljóstrara, ekki vegna þess að hann hefði lekið skjölum kallaði Assange fram í fyrir honum. „Kjaftæði,“ heyrðist frá sakamannabekknum þar sem Assange situr, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Vanessa Baraitser, dómarinn í málinu, benti Assange þá á að hann ætti ekki að tala jafnvel þó að hann væri ósammála því sem kæmi fram. „Ef þú truflar réttarhöldin og truflar vitni sem er að bera fram sönnunargögn á viðeigandi hátt stendur það mér til boða að halda áfram að þér fjarstöddum,“ sagði Baraitser sem tók fram að henni hugnaðist sá möguleiki ekki og því varaði hún Assange við. Skjölin sem Wikileaks birti á sínum tíma komu meðal annars úr utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Fjölmiðlar víða um heim unnu upp úr gögnunum en Assange og Wikileaks birtu frumgögnin einnig. Bandaríkjastjórn segir að með því hafi Assange stefnt lífi uppljóstrara, andófsfólks og baráttufólks fyrir mannréttindum í fjölda ríkja í hættu, þar á meðal í Írak, Íran og Afganistan.
Bretland Bandaríkin WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Réttarhöld hefjast á ný yfir Julian Assange Réttarhöld hefjast að nýju í dag í London yfir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, en tekist er á um það hvort það skuli framselja hann til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ára fangelsi. 7. september 2020 08:50 Wikileaks hafi hjálpað Rússum að hjálpa Trump Uppljóstrunarsíðan WikiLeaks lék lykilhlutverk í áróðursherferð rússneskra stjórnvalda í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. 18. ágúst 2020 14:53 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Sjá meira
Réttarhöld hefjast á ný yfir Julian Assange Réttarhöld hefjast að nýju í dag í London yfir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, en tekist er á um það hvort það skuli framselja hann til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ára fangelsi. 7. september 2020 08:50
Wikileaks hafi hjálpað Rússum að hjálpa Trump Uppljóstrunarsíðan WikiLeaks lék lykilhlutverk í áróðursherferð rússneskra stjórnvalda í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. 18. ágúst 2020 14:53