Tóku Trump upp ef hann segði ósatt frá, sem hann svo gerði Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2021 15:01 Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, og starfsmenn hans ákváðu að taka upp umdeilt símtal þeirra við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og starfsmenn hans meðal annars vegna þess hve frjálslega forsetinn hefur farið með sannleikann. Í umræddu símtali þrýsti Trump á Raffensperger að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í Georgíu við og gaf í skyn að hann gæti verið sóttur til saka. Raffensperger hafði áður verið í svipaðri stöðu, þegar hann sagði öldungadeildarþingmanninn og bandamann Trumps, Lindsey Graham, hafa hringt í sig og beitt sig þrýstingi vegna kosninganna. Eftir að Raffensperger sagði frá því, neitaði Graham. Sjá einnig: Segir Repúblikana þrýsta á sig til að útiloka lögleg atkvæði í Georgíu Ráðherrann og ráðgjafar hans áttu von á því að Trump myndi beita þá þrýstingi, samkvæmt umfjöllun Politico. Vegna þessa, og vegna þess að þeir áttu von á því að Trump myndi segja ósatt frá samtalinu, ákváðu þeir að taka forsetann upp. Að endingu rættist svo það sem þeir óttuðust. Trump tísti um símtalið og sagði að Raffensperger hefði ekki viljað, eða ekki getað, svarað spurningum sínum um hin meintu kosningasvik sem eiga að hafa kostað Trump sigur í kosningunum. „Hann hefur ekki hugmynd!“ sagði forsetinn. Raffensperger svaraði með eigin tísti og sagði að Trump væri að segja ósatt og að sannleikurinn myndi koma í ljós. Respectfully, President Trump: What you're saying is not true. The truth will come out https://t.co/ViYjTSeRcC— GA Secretary of State Brad Raffensperger (@GaSecofState) January 3, 2021 Í gærkvöldi voru fjölmiðlar svo komnir með upptökuna af um klukkustundarlöngu símtalinu í hendurnar. „Ég vil bara finna 11.780 atkvæði,“ sagði Trump, sem tapaði gegn Joe Biden með 11.779 atkvæðum í Georgíu, meðal annars. Forsetinn sagði einnig að það væri ekki séns að hann hefði tapað í Georgíu og að hann hefði í rauninni unnið með hundruðum þúsunda atkvæða. Gaf hann í skyn að Raffensperger yrði sóttur til saka fyrir að segja ekki frá hinu meinta kosningasvindli. „Íbúar Georgíu eru reiðir. Fólkið í landinu er reitt. Það er ekkert að því að segja, þú veist, að þú hafir endurreiknað.“ Forsetinn fór ítrekað með fleipur og ósannindi í símtalinu og hlustaði ekkert á Raffensperger og starfsmenn hans þegar þeir reyndu að útskýra fyrir Trump að hann færi með rangt mál og af hverju. Hér að neðan má heyra hljóðbrot úr símtalinu. Lesa má hvernig allt samtalið fór fram á vef Washington Post. Sérfræðingar og þingmenn hafa sagt líkur á því að með þessum þrýstingi hafi Trump brotið bæði alríkislög og lög Georgíuríkis. Sérstaklega varðandi það að biðja Raffensperger um að „finna“ tiltekinn fjölda atkvæða og að ýja að því að hann yrði mögulega sóttur til saka fyrir að gera það ekki, samkvæmt sérfræðingum sem blaðamenn Politico hafa rætt við. Washington Post segir að eini Demókratinn í kjörstjórn Georgíu hafi lagt formlega til að Raffnesperger rannsaki hvort Trump hafi brotið kosningalög Georgíu. Sá segir í samtali við WP að það að biðja innanríkisráðherra um að breyta niðurstöðum kosninga sé skýrt dæmi um kosningasvik. Sambærileg tillaga, sem byggir á sömu lögum, var lögð fram varðandi símtali Graham og Raffensperger. Þrátt fyrir umfangsmikla leit Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans að kosningasvindli í lykilríkjum í Bandaríkjunum, og ásakanir um að slíkt svindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í byrjun nóvember, hafa tiltölulega fá og umfangslítil tilvik fundist. Örfá hafa leitt til ákæra. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Pence ánægður með þingmenninna sem vilja ekki samþykkja niðurstöðurnar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, virðist ánægður með framtak ellefu öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins sem segjast ekki ætla að samþykkja niðurstöður forsetakosninganna þar ytra nema fram fari óháð rannsókn á kosningunum í ákveðnum ríkjum Bandaríkjanna. 3. janúar 2021 10:27 Skemmdarverk, svínshöfuð og gerviblóð á heimilum stjórnmálaleiðtoga Skemmdarverk voru unnin á heimilum Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild þingsins, í dag. Þá var búið að skilja eftir svínshöfuð og gerviblóð fyrir utan heimili Pelosi. 2. janúar 2021 23:39 Þingmenn Repúblikana neita enn að viðurkenna niðurstöður kosninganna Ted Cruz og Ron Johnson eru á meðal þeirra öldungadeildarþingmanna úr röðum Repúblikanaflokksins sem segjast ekki ætla að samþykkja niðurstöður kosningaúrslita úr þeim ríkjum þar sem Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur dregið framkvæmd og úrslit kosninganna í efa. 2. janúar 2021 22:25 Lögsókn sem átti að heimila Pence að hafna kjörmönnum hent út Alríkisdómari í Texas hefur hafnað lögsókn fulltrúadeildarþingmanns Repúblikana og samflokksmanna hans í Arizona sem miðaði að því að heimila varaforseta Bandaríkjanna að hafna atkvæðum ákveðinna kjörmanna í forsetakosningunum ytra. 2. janúar 2021 10:37 Bandaríkjaþing virðir neitun Trumps að vettugi Bandaríska þingið hefur ákveðið að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til varnarmála þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi beitt neitunarvaldi sínu og neitað að skrifa undir lögin. 1. janúar 2021 20:21 Segir forystu Repúblikanaflokksins aumkunarverða og kunna ekkert nema að tapa Svo virðist sem uppreisn sé hafin gegn ofríki Donald Trump innan Repúblikanaflokksins en forsetinn fór mikinn á Twitter í dag eftir að samflokksmenn hans í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. 29. desember 2020 17:39 Sakar Trump-liða um að draga lappirnar Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, segir að pólitískt ráðnir starfsmenn Donalds Trump, fráfarandi forseta, og Trump sjálfur séu að draga lappirnar varðandi stjórnarskiptin. Vísaði hann sérstaklega til starfsmanna stofnanna í varnarmálaráðuneytinu og Office of Management and Budget eða OMB. 29. desember 2020 15:01 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Í umræddu símtali þrýsti Trump á Raffensperger að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í Georgíu við og gaf í skyn að hann gæti verið sóttur til saka. Raffensperger hafði áður verið í svipaðri stöðu, þegar hann sagði öldungadeildarþingmanninn og bandamann Trumps, Lindsey Graham, hafa hringt í sig og beitt sig þrýstingi vegna kosninganna. Eftir að Raffensperger sagði frá því, neitaði Graham. Sjá einnig: Segir Repúblikana þrýsta á sig til að útiloka lögleg atkvæði í Georgíu Ráðherrann og ráðgjafar hans áttu von á því að Trump myndi beita þá þrýstingi, samkvæmt umfjöllun Politico. Vegna þessa, og vegna þess að þeir áttu von á því að Trump myndi segja ósatt frá samtalinu, ákváðu þeir að taka forsetann upp. Að endingu rættist svo það sem þeir óttuðust. Trump tísti um símtalið og sagði að Raffensperger hefði ekki viljað, eða ekki getað, svarað spurningum sínum um hin meintu kosningasvik sem eiga að hafa kostað Trump sigur í kosningunum. „Hann hefur ekki hugmynd!“ sagði forsetinn. Raffensperger svaraði með eigin tísti og sagði að Trump væri að segja ósatt og að sannleikurinn myndi koma í ljós. Respectfully, President Trump: What you're saying is not true. The truth will come out https://t.co/ViYjTSeRcC— GA Secretary of State Brad Raffensperger (@GaSecofState) January 3, 2021 Í gærkvöldi voru fjölmiðlar svo komnir með upptökuna af um klukkustundarlöngu símtalinu í hendurnar. „Ég vil bara finna 11.780 atkvæði,“ sagði Trump, sem tapaði gegn Joe Biden með 11.779 atkvæðum í Georgíu, meðal annars. Forsetinn sagði einnig að það væri ekki séns að hann hefði tapað í Georgíu og að hann hefði í rauninni unnið með hundruðum þúsunda atkvæða. Gaf hann í skyn að Raffensperger yrði sóttur til saka fyrir að segja ekki frá hinu meinta kosningasvindli. „Íbúar Georgíu eru reiðir. Fólkið í landinu er reitt. Það er ekkert að því að segja, þú veist, að þú hafir endurreiknað.“ Forsetinn fór ítrekað með fleipur og ósannindi í símtalinu og hlustaði ekkert á Raffensperger og starfsmenn hans þegar þeir reyndu að útskýra fyrir Trump að hann færi með rangt mál og af hverju. Hér að neðan má heyra hljóðbrot úr símtalinu. Lesa má hvernig allt samtalið fór fram á vef Washington Post. Sérfræðingar og þingmenn hafa sagt líkur á því að með þessum þrýstingi hafi Trump brotið bæði alríkislög og lög Georgíuríkis. Sérstaklega varðandi það að biðja Raffensperger um að „finna“ tiltekinn fjölda atkvæða og að ýja að því að hann yrði mögulega sóttur til saka fyrir að gera það ekki, samkvæmt sérfræðingum sem blaðamenn Politico hafa rætt við. Washington Post segir að eini Demókratinn í kjörstjórn Georgíu hafi lagt formlega til að Raffnesperger rannsaki hvort Trump hafi brotið kosningalög Georgíu. Sá segir í samtali við WP að það að biðja innanríkisráðherra um að breyta niðurstöðum kosninga sé skýrt dæmi um kosningasvik. Sambærileg tillaga, sem byggir á sömu lögum, var lögð fram varðandi símtali Graham og Raffensperger. Þrátt fyrir umfangsmikla leit Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans að kosningasvindli í lykilríkjum í Bandaríkjunum, og ásakanir um að slíkt svindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í byrjun nóvember, hafa tiltölulega fá og umfangslítil tilvik fundist. Örfá hafa leitt til ákæra.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Pence ánægður með þingmenninna sem vilja ekki samþykkja niðurstöðurnar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, virðist ánægður með framtak ellefu öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins sem segjast ekki ætla að samþykkja niðurstöður forsetakosninganna þar ytra nema fram fari óháð rannsókn á kosningunum í ákveðnum ríkjum Bandaríkjanna. 3. janúar 2021 10:27 Skemmdarverk, svínshöfuð og gerviblóð á heimilum stjórnmálaleiðtoga Skemmdarverk voru unnin á heimilum Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild þingsins, í dag. Þá var búið að skilja eftir svínshöfuð og gerviblóð fyrir utan heimili Pelosi. 2. janúar 2021 23:39 Þingmenn Repúblikana neita enn að viðurkenna niðurstöður kosninganna Ted Cruz og Ron Johnson eru á meðal þeirra öldungadeildarþingmanna úr röðum Repúblikanaflokksins sem segjast ekki ætla að samþykkja niðurstöður kosningaúrslita úr þeim ríkjum þar sem Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur dregið framkvæmd og úrslit kosninganna í efa. 2. janúar 2021 22:25 Lögsókn sem átti að heimila Pence að hafna kjörmönnum hent út Alríkisdómari í Texas hefur hafnað lögsókn fulltrúadeildarþingmanns Repúblikana og samflokksmanna hans í Arizona sem miðaði að því að heimila varaforseta Bandaríkjanna að hafna atkvæðum ákveðinna kjörmanna í forsetakosningunum ytra. 2. janúar 2021 10:37 Bandaríkjaþing virðir neitun Trumps að vettugi Bandaríska þingið hefur ákveðið að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til varnarmála þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi beitt neitunarvaldi sínu og neitað að skrifa undir lögin. 1. janúar 2021 20:21 Segir forystu Repúblikanaflokksins aumkunarverða og kunna ekkert nema að tapa Svo virðist sem uppreisn sé hafin gegn ofríki Donald Trump innan Repúblikanaflokksins en forsetinn fór mikinn á Twitter í dag eftir að samflokksmenn hans í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. 29. desember 2020 17:39 Sakar Trump-liða um að draga lappirnar Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, segir að pólitískt ráðnir starfsmenn Donalds Trump, fráfarandi forseta, og Trump sjálfur séu að draga lappirnar varðandi stjórnarskiptin. Vísaði hann sérstaklega til starfsmanna stofnanna í varnarmálaráðuneytinu og Office of Management and Budget eða OMB. 29. desember 2020 15:01 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Pence ánægður með þingmenninna sem vilja ekki samþykkja niðurstöðurnar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, virðist ánægður með framtak ellefu öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins sem segjast ekki ætla að samþykkja niðurstöður forsetakosninganna þar ytra nema fram fari óháð rannsókn á kosningunum í ákveðnum ríkjum Bandaríkjanna. 3. janúar 2021 10:27
Skemmdarverk, svínshöfuð og gerviblóð á heimilum stjórnmálaleiðtoga Skemmdarverk voru unnin á heimilum Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild þingsins, í dag. Þá var búið að skilja eftir svínshöfuð og gerviblóð fyrir utan heimili Pelosi. 2. janúar 2021 23:39
Þingmenn Repúblikana neita enn að viðurkenna niðurstöður kosninganna Ted Cruz og Ron Johnson eru á meðal þeirra öldungadeildarþingmanna úr röðum Repúblikanaflokksins sem segjast ekki ætla að samþykkja niðurstöður kosningaúrslita úr þeim ríkjum þar sem Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur dregið framkvæmd og úrslit kosninganna í efa. 2. janúar 2021 22:25
Lögsókn sem átti að heimila Pence að hafna kjörmönnum hent út Alríkisdómari í Texas hefur hafnað lögsókn fulltrúadeildarþingmanns Repúblikana og samflokksmanna hans í Arizona sem miðaði að því að heimila varaforseta Bandaríkjanna að hafna atkvæðum ákveðinna kjörmanna í forsetakosningunum ytra. 2. janúar 2021 10:37
Bandaríkjaþing virðir neitun Trumps að vettugi Bandaríska þingið hefur ákveðið að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til varnarmála þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi beitt neitunarvaldi sínu og neitað að skrifa undir lögin. 1. janúar 2021 20:21
Segir forystu Repúblikanaflokksins aumkunarverða og kunna ekkert nema að tapa Svo virðist sem uppreisn sé hafin gegn ofríki Donald Trump innan Repúblikanaflokksins en forsetinn fór mikinn á Twitter í dag eftir að samflokksmenn hans í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. 29. desember 2020 17:39
Sakar Trump-liða um að draga lappirnar Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, segir að pólitískt ráðnir starfsmenn Donalds Trump, fráfarandi forseta, og Trump sjálfur séu að draga lappirnar varðandi stjórnarskiptin. Vísaði hann sérstaklega til starfsmanna stofnanna í varnarmálaráðuneytinu og Office of Management and Budget eða OMB. 29. desember 2020 15:01