Skemmdarverk, svínshöfuð og gerviblóð á heimilum stjórnmálaleiðtoga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2021 23:39 Mitch McConnell og Nancy Pelosi. Drew Angerer/Getty Skemmdarverk voru unnin á heimilum Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild þingsins, í dag. Þá var búið að skilja eftir svínshöfuð og gerviblóð fyrir utan heimili Pelosi. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og því að orðin „Hvar eru peningarnir mínir“ auk fjölda blótsyrða hafi verið það sem málað hafði verið á hús McConnell í Kentucky. Telja má líklegt að skemmdarverkin megi rekja til ákvörðunar öldungadeildar Bandaríkjaþings um að samþykkja ekki frumvarp sem meðal annars hefði fært Bandaríkjamönnum 2.000 dala fjárstuðning á mann, eða um 255.000 krónur, til þess að stemma stigu við fjárhagsvandræðum margra sökum kórónuveirufaraldursins. Áður hafði verið samþykkt að hver Bandaríkjamaður fengi 600 dali, eða um 76.000 krónur. Frumvarpið var samþykkt í fulltrúadeildinni en fellt í öldungadeildinni, hvar Repúblikanar eru í meirihluta, þrátt fyrir ákall Donalds Trump Bandaríkjaforseta til þingsins um að samþykkja aukinn fjárstuðning við almenning. „Öldungadeildin ætlar ekki að láta undan þrýstingi um að dæla meira lánsfé til ríkra vina Demókrata sem þurfa ekki á hjálp að halda,“ sagði McConnell, sem var mótfallinn frumvarpinu, síðastliðinn miðvikudag. Lögreglan rannsakar skemmdarverkin Í yfirlýsingu í kjölfar skemmdarverkana í dag þakkaði McConnel þeim íbúum Kentucky sem taka þátt í hinu lýðræðislega ferli, sama hvort þeir kunni að vera honum sammála eða ekki. „Þetta er öðruvísi. Skemmdarverk og óttastjórnmál eiga ekki heima í okkar samfélagi,“ sagði í yfirlýsingunni. Þá rannsakar lögreglan í San Francisco í Kaliforníu skemmdarverkin sem unnin voru á heimili Pelosi, sem hefur að svo stöddu ekki tjáð sig um málið. Bandaríkin Tengdar fréttir Deilurnar um ávísanirnar halda áfram Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, kom sér undan því í gær að halda atkvæðagreiðslu um það að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun. Frumvarpið hefur áður verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókratar eru í meirihluta. Þar að auki hafði Donald Trump, fráfarandi forseti, krafist þess að frumvarp þar að lútandi yrði samþykkt. 30. desember 2020 13:45 Segir forystu Repúblikanaflokksins aumkunarverða og kunna ekkert nema að tapa Svo virðist sem uppreisn sé hafin gegn ofríki Donald Trump innan Repúblikanaflokksins en forsetinn fór mikinn á Twitter í dag eftir að samflokksmenn hans í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. 29. desember 2020 17:39 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og því að orðin „Hvar eru peningarnir mínir“ auk fjölda blótsyrða hafi verið það sem málað hafði verið á hús McConnell í Kentucky. Telja má líklegt að skemmdarverkin megi rekja til ákvörðunar öldungadeildar Bandaríkjaþings um að samþykkja ekki frumvarp sem meðal annars hefði fært Bandaríkjamönnum 2.000 dala fjárstuðning á mann, eða um 255.000 krónur, til þess að stemma stigu við fjárhagsvandræðum margra sökum kórónuveirufaraldursins. Áður hafði verið samþykkt að hver Bandaríkjamaður fengi 600 dali, eða um 76.000 krónur. Frumvarpið var samþykkt í fulltrúadeildinni en fellt í öldungadeildinni, hvar Repúblikanar eru í meirihluta, þrátt fyrir ákall Donalds Trump Bandaríkjaforseta til þingsins um að samþykkja aukinn fjárstuðning við almenning. „Öldungadeildin ætlar ekki að láta undan þrýstingi um að dæla meira lánsfé til ríkra vina Demókrata sem þurfa ekki á hjálp að halda,“ sagði McConnell, sem var mótfallinn frumvarpinu, síðastliðinn miðvikudag. Lögreglan rannsakar skemmdarverkin Í yfirlýsingu í kjölfar skemmdarverkana í dag þakkaði McConnel þeim íbúum Kentucky sem taka þátt í hinu lýðræðislega ferli, sama hvort þeir kunni að vera honum sammála eða ekki. „Þetta er öðruvísi. Skemmdarverk og óttastjórnmál eiga ekki heima í okkar samfélagi,“ sagði í yfirlýsingunni. Þá rannsakar lögreglan í San Francisco í Kaliforníu skemmdarverkin sem unnin voru á heimili Pelosi, sem hefur að svo stöddu ekki tjáð sig um málið.
Bandaríkin Tengdar fréttir Deilurnar um ávísanirnar halda áfram Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, kom sér undan því í gær að halda atkvæðagreiðslu um það að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun. Frumvarpið hefur áður verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókratar eru í meirihluta. Þar að auki hafði Donald Trump, fráfarandi forseti, krafist þess að frumvarp þar að lútandi yrði samþykkt. 30. desember 2020 13:45 Segir forystu Repúblikanaflokksins aumkunarverða og kunna ekkert nema að tapa Svo virðist sem uppreisn sé hafin gegn ofríki Donald Trump innan Repúblikanaflokksins en forsetinn fór mikinn á Twitter í dag eftir að samflokksmenn hans í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. 29. desember 2020 17:39 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Deilurnar um ávísanirnar halda áfram Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, kom sér undan því í gær að halda atkvæðagreiðslu um það að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun. Frumvarpið hefur áður verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókratar eru í meirihluta. Þar að auki hafði Donald Trump, fráfarandi forseti, krafist þess að frumvarp þar að lútandi yrði samþykkt. 30. desember 2020 13:45
Segir forystu Repúblikanaflokksins aumkunarverða og kunna ekkert nema að tapa Svo virðist sem uppreisn sé hafin gegn ofríki Donald Trump innan Repúblikanaflokksins en forsetinn fór mikinn á Twitter í dag eftir að samflokksmenn hans í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. 29. desember 2020 17:39