Erlent

Lögsókn sem átti að heimila Pence að hafna kjörmönnum hent út

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. AP/Steve Cannon

Alríkisdómari í Texas hefur hafnað lögsókn fulltrúadeildarþingmanns Repúblikana og samflokksmanna hans í Arizona sem miðaði að því að heimila varaforseta Bandaríkjanna að hafna atkvæðum ákveðinna kjörmanna í forsetakosningunum ytra.

Lögsóknin beindist að Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna en að henni stóðu fulltrúadeildarþingmaðurinn Louie Gohmert og Repúblikanar í Arizona , sem höfðu lýst sig sem kjörmenn í ríkinu, þvert á niðurstöður forsetakosninganna í nóvember.

Flókið ferli

Þann 14. desember síðastliðinn greiddu 306 kjörmenn Joe Biden, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt og 232 kjörmenn greiddu Donald Trump, sitjandi forseta atkvæði sitt, í samræmi við úrslit kosninganna.

Þann 6. janúar munu báðar deildir Bandaríkjaþings koma saman til þess að staðfesta úrslit kosninganna. Í lögsókn Gohmert og félaga var því haldið fram að varaforsetinn hefði vald til þess að velja hvaða atkvæði hvaða kjörmanna væru tekin gild.

Pence lagðist gegn lögsókninni

Athygli vekur að embætti Pence hvatti dómarann til þess að hafna málinu á þeim grundvelli að það kæmi varaforsetanum ekki við, lögsóknin ætti að beinast gegn þinginu.

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna.AP/Andrew Harnik

Í niðurstöðu dómarans þar sem lögsókninni var hafnað segir að ekki fáist sé að Gohmert og félagar hafi lagagrundvöll til þess að beina lögsókninni að varaforsetanum.

Trump-liðar hafa ítrekað staðhæft að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum. Þeir hafa þó ekki getað sýnt fram á það fyrir dómstólum, þrátt fyrir fjölmargar tilraunir.


Tengdar fréttir

Vara­for­seti Banda­ríkjanna bólu­settur í beinni

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir Covid-19 í beinni útsendingu. „Ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði hann við myndavélina eftir að hann var bólusettur.

Fauci bólu­setti jóla­sveininn

Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna í kórónuveirufaraldrinum, sló á áhyggjur barna um að kórónuveirufaraldurinn gæti sett strik í reikninginn hvað varðar komu jólasveinsins. Sagðist hann hafa farið til Norðurpólsins og bólusett jólasveininn sjálfur.

Ávarp Biden: Svo öfga­full af­staða að annað eins hefur ekki sést

Tilraunir manna til að fá niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum snúið endurspegluðu svo öfgafulla afstöðu að annað eins hefur ekki sést. Þetta sagði Joe Biden í gær eftir að kjörmenn höfðu formlega útnefnt hann sigurvegara kosninganna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×