Enski boltinn

Allardyce tapaði gegn Arsenal með enn einu liðinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stóri Sam og Litli Sam fylgjast vel með í gær.
Stóri Sam og Litli Sam fylgjast vel með í gær. Simon Stacpoole/Getty

Sam Allardyce sá lærisveina sína fá skell gegn Arsenal í enska boltanum í gær en WBA tapaði 0-4 fyrir Arsenal á The Hawthorns leikvanginum í gær.

Leikurinn einkenndist af mikilli snjókomu en Arsenal var 2-0 yfir í leikhlé með mörkum frá Kieran Tierney og Bukayo Saka. Alexandre Lacazette bætti við tveimur mörkum í síðari hálfleik.

Þetta var fjórði leikur WBA undir stjórn Allardyce. Þrír þeirra hafa tapast og svo gerði liðið jafnefli við Liverpool. Liðið hefur samanlagt tapað síðustu tveimur leikjum 9-0, eftir 5-0 tapið gegn Leeds.

Allardyce hefur komið víða við sem stjóri og það sést einnig á tölfræðinni en WBA er áttunda liðið sem hann tapar með gegn Arsenal. Hin liðin eru Bolton, Newcastle, Blackburn, West Ham, Sunderland, Crystal Palace og Everton.

Blaðamaðurinn Richard Jolly greinir frá þessu á Twitter síðu sinni en segist þó aðspurður ekki vita hvort um met sé að ræða.

WBA er í næst neðsta sæti deildarinnar með átta stig. Liðið er sex stigum frá öruggu sæti en Arsenal, eftir tvo síðustu sigra, eru komnir upp í ellefta sætið með 23 stig.


Tengdar fréttir

Arsenal burstaði WBA í snjónum á Hawthorns

Arsenal virðist loks komið á beinu brautina undir stjórn Mikel Arteta en liðið vann afar sannfærandi sigur á lærisveinum Sam Allardyce í West Bromwich Albion í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×