Roger Pettersen, lögreglumaður sem stjórnar aðgerðum í Ask, fer yfir stöðuna með fréttamönnum í dag.EPA/Terje Bendiksby
Norska lögreglan birti í dag nöfn þeirra sem saknað er eftir að leirskriður féllu á bæinn Ask aðfaranótt miðvikudags. Á meðal þeirra sem saknað er eru tvö börn, tveggja og þrettán ára, auk mæðgina á sextugs- og þrítugsaldri.
Nafnalistinn er birtur aðeins nokkrum klukkutímum eftir að einn fannst látinn í rústum bæjarins í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur hinn látni ekki verið nafngreindur en er að öllum líkindum á listanum yfir þau sem er saknað.
Eftirfarandi er enn saknað í Ask:
Eirik Grønolen (31)
Irene Ruud Gundersen (69)
Charlot Grymyr Jansen (31)
Alma Grymyr Jansen (2)
Bjørn-Ivar Grymyr Jansen (40)
Ann-Mari Olsen-Næristorp (50)
Victoria Emilie Næristorp-Sørengen (13)
Marius Brustad (29)
Lisbeth Neraas (54)
Rasa Lasinskiene (49)
Nokkrir þeirra níu sem var saknað hafa áður verið nafngreindir í norskum fjölmiðlum. Rætt hefur verið við Odd Steinar Sørengen, mann Ann-Mari og föður hinnar þrettán ára Victoriu, sem bjargaðist úr rústunum og var fluttur ofkældur á sjúkrahús.
Þá hefur einnig verið rætt við Håkon Stavrum, talsmann fjölskyldu Lisbeth Neraas og Marius Brustad. Marius og Lisbeth eru mæðgin en sá fyrrnefndi var í heimsókn hjá móður sinni þegar skriðan féll á heimili hennar.
Jarðfræðingur segir jarðveginn á skriðusvæðinu í norska bænum Ask, þar sem gríðarmiklar leirskriður féllu í fyrrinótt, mjög „óstabílann“, einkum eftir rigningar undanfarna daga. Líta þurfi allt að tólf þúsund ár aftur í tímann til að skilja hvað býr að baki.
Íslensk kona sem búsett er í norska bænum Ask þar sem aurskriður féllu í nótt lýsir því að skriða hafi fallið um hundrað metrum frá heimili hennar í bænum. Uggur sé í bæjarbúum en þeir standi saman í hamförunum.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.