Erlent

Norður-Kórea skaut á vaktstöð Suður-Kóreu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Landamæri Norður- og Suður-Kóreu.
Landamæri Norður- og Suður-Kóreu. Getty/Chung Sung-Jun

Landamæraverðir Norður- og Suður-Kóreu skutust á í morgun á svæði í kring um landamæri ríkjanna sem á að teljast hlutlaust (e. demilitarized zone). Skotum var hleypt af af Norður-Kóreumönnum klukkan 07:41 á staðartíma sem hæfðu landamæravörð Suður-Kóreu.

Atvikið gerðist við landamærin í miðju landinu, nærri bænum Cheorwon samkvæmt upplýsingum frá suðurkóreska hernum. Enginn Suður-Kóreumaður lést í átökunum.

Eftir að Norður-Kórea skaut á vaktstöðina skutu hermenn Suður-Kóreu nokkrum viðvörunarskotum. Ekki er ljóst hver kveikjan var að því að norðurkóreski hermaðurinn skaut af byssu sinni. Nú reyna suðurkóresk yfirvöld að ná sambandi við norðurkóreska herinn til að komast til botns í málinu.

Suðurkóreski herinn telur ólíklegt að norðurkóreski hermaðurinn hafi ætlað að skjóta af byssu sinni en að svo stöddu er ekki vitað hvers vegna eða hvernig suðurkóreski herinn komst að þeirri niðurstöðu.

Fréttin hefur verið uppfærð. Áður sagði að suðurkóreskur hermaður hafi verið skotinn en svo var ekki. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×