Frystir aftur í samskiptum Norður- og Suður-Kóreu? 20. desember 2007 13:26 Útlit er fyrir að aftur frysti í samskiptum Norður- og Suður-Kóreu eftir þýðu síðustu misserin. Verðandi forseti Suður-Kóreu er ákveðinn í því að Norður-Kóreumenn láti af öllum draumum um kjarnorkuvopn. Lee Myung-bak sigraði með yfirburðum en þrír voru í framboði. Lee fékk tæplega helming greiddra atkvæða en Chung Dong-young, frambjóðandi stjórnarflokks Roh Moo-hyun, fráfarandi forseta, fékk rétt rúm tuttugu og sex prósent. Íhaldsmenn hafa engu ráðið í Suður-Kóreu í áratug en flokkur Lee fær nú völdin aftur. Lee er sagður harður í horn að taka enda með viðurnefnið "jarðýtan". Hann er fyrrverandi stjórnandi hjá Hyundai. Hann er langt frá því óumdeildur. Í kosningabaráttunni var hann sakaður um óheiðarleika í viðskiptum en það virtist ekki draga úr stuðningi við hann. Nokkrum dögum áður en kjósendur gengu að kjörborðinu samþykkti þing landsins að óháð rannsóknarnefnd yrði skipuð til að fara í saumana á hlutabréfaviðskiptum Lees og kanna hvort eitthvað gruggugt hafi átt sér þar stað. Þeirri rannsókn á að vera lokið fyrir lok febrúar þegar Lee tekur við embætti. Í kosningabaráttunni voru það efnahagsmál sem réðu mestu í umræðunni en ekki ógnin úr norðri og samskiptin við Norður-Kóreu líkt og oft áður. Lee hét því að laða erlenda fjárfesta að landinu og fjölga þar með störfum. Hann hefur þó ekki leitt Norður-Kóreu og kjarnorkuáætlanir þeirra hjá sér. Hann ætlar sér að taka á ráðamönnum í Pyongjang af hörku og óttast margir að nú eigi eftir að frysta eftir nokkra þýðu í samskiptum ríkjanna síðustu misserin. Á blaðamannafundi í morgun sagði Lee að fyrri stjórnir hefðu verið ragar við að gagnrýna Norður-Kóreumenn og reynt einhliða að friðþægja þá. Því ætli hann að breyta. Ekkert verði af fullu samstarfi á sviði efnahagsmála nema kjarnorkuáætlun Norður-Kóreumanna verði að fullu og öllu lögð á hilluna. Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Útlit er fyrir að aftur frysti í samskiptum Norður- og Suður-Kóreu eftir þýðu síðustu misserin. Verðandi forseti Suður-Kóreu er ákveðinn í því að Norður-Kóreumenn láti af öllum draumum um kjarnorkuvopn. Lee Myung-bak sigraði með yfirburðum en þrír voru í framboði. Lee fékk tæplega helming greiddra atkvæða en Chung Dong-young, frambjóðandi stjórnarflokks Roh Moo-hyun, fráfarandi forseta, fékk rétt rúm tuttugu og sex prósent. Íhaldsmenn hafa engu ráðið í Suður-Kóreu í áratug en flokkur Lee fær nú völdin aftur. Lee er sagður harður í horn að taka enda með viðurnefnið "jarðýtan". Hann er fyrrverandi stjórnandi hjá Hyundai. Hann er langt frá því óumdeildur. Í kosningabaráttunni var hann sakaður um óheiðarleika í viðskiptum en það virtist ekki draga úr stuðningi við hann. Nokkrum dögum áður en kjósendur gengu að kjörborðinu samþykkti þing landsins að óháð rannsóknarnefnd yrði skipuð til að fara í saumana á hlutabréfaviðskiptum Lees og kanna hvort eitthvað gruggugt hafi átt sér þar stað. Þeirri rannsókn á að vera lokið fyrir lok febrúar þegar Lee tekur við embætti. Í kosningabaráttunni voru það efnahagsmál sem réðu mestu í umræðunni en ekki ógnin úr norðri og samskiptin við Norður-Kóreu líkt og oft áður. Lee hét því að laða erlenda fjárfesta að landinu og fjölga þar með störfum. Hann hefur þó ekki leitt Norður-Kóreu og kjarnorkuáætlanir þeirra hjá sér. Hann ætlar sér að taka á ráðamönnum í Pyongjang af hörku og óttast margir að nú eigi eftir að frysta eftir nokkra þýðu í samskiptum ríkjanna síðustu misserin. Á blaðamannafundi í morgun sagði Lee að fyrri stjórnir hefðu verið ragar við að gagnrýna Norður-Kóreumenn og reynt einhliða að friðþægja þá. Því ætli hann að breyta. Ekkert verði af fullu samstarfi á sviði efnahagsmála nema kjarnorkuáætlun Norður-Kóreumanna verði að fullu og öllu lögð á hilluna.
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira