Leyniþjónusta Bandaríkjanna segir veiruna ekki vera manngerða Andri Eysteinsson skrifar 30. apríl 2020 23:56 Frá kínverskri rannsóknarstofu. Getty/Yin Liqin Rannsókn bandarísku leyniþjónustunnar á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum leiddi í ljós að orðrómar um að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu séu ekki á rökum reistar. „Við munum halda áfram að rannsaka og greina nýjar upplýsingar um veiruna til þess að komast að því hvort veiran hafi breiðst út frá matarmarkaði eða vegna slyss á rannsóknarstofu í Wuhan,“ er haft eftir yfirmönnum leyniþjónustunnar í frétt BBC um málið. Veirunnar var fyrst getið í kínversku borginni Wuhan en þaðan hefur hún dreifst út um víða veröld og hafa nú yfir 3,2 milljónir tilfella verið skráð og yfir 230 þúsund manns hafa látist vegna veirunnar. Samsæriskenningar hafa sprottið upp um tilurð veirunnar og hafa ýmsir gefið til kynna að þeir telji veiruna manngerða og jafnvel ætlaða sem lífefnavopn. Yfirlýsing leyniþjónustunnar er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn fjalla um slíkar kenningar. Þá eru einnig uppi kenningar um að veiran hafi breiðst út eftir slys á rannsóknarstofu, fram kemur í frétt BBC að sú kenning hafi ekki verið afsönnuð. Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í dag að líkur séu á því að uppspretta veirunnar hafi verið veirufræðideild í Wuhan. Trump var spurður hvort hann hefði séð eitthvað sem bendi til þess að kenningin gæti verið sönn. „Já ég hef séð slíkt. Ég held líka að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ætti að skammast sín því hún lætur eins og almannatengsla fyrirtæki Kínverja,“ sagði forsetinn. Þá hefur New York Times greint frá því að hátt settir embættismenn innan Hvíta hússins hafi óskað eftir því að leyniþjónustan rannsaki kenningar þær sem snúa að rannsóknarstofu í Wuhan. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Rannsókn bandarísku leyniþjónustunnar á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum leiddi í ljós að orðrómar um að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu séu ekki á rökum reistar. „Við munum halda áfram að rannsaka og greina nýjar upplýsingar um veiruna til þess að komast að því hvort veiran hafi breiðst út frá matarmarkaði eða vegna slyss á rannsóknarstofu í Wuhan,“ er haft eftir yfirmönnum leyniþjónustunnar í frétt BBC um málið. Veirunnar var fyrst getið í kínversku borginni Wuhan en þaðan hefur hún dreifst út um víða veröld og hafa nú yfir 3,2 milljónir tilfella verið skráð og yfir 230 þúsund manns hafa látist vegna veirunnar. Samsæriskenningar hafa sprottið upp um tilurð veirunnar og hafa ýmsir gefið til kynna að þeir telji veiruna manngerða og jafnvel ætlaða sem lífefnavopn. Yfirlýsing leyniþjónustunnar er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn fjalla um slíkar kenningar. Þá eru einnig uppi kenningar um að veiran hafi breiðst út eftir slys á rannsóknarstofu, fram kemur í frétt BBC að sú kenning hafi ekki verið afsönnuð. Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í dag að líkur séu á því að uppspretta veirunnar hafi verið veirufræðideild í Wuhan. Trump var spurður hvort hann hefði séð eitthvað sem bendi til þess að kenningin gæti verið sönn. „Já ég hef séð slíkt. Ég held líka að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ætti að skammast sín því hún lætur eins og almannatengsla fyrirtæki Kínverja,“ sagði forsetinn. Þá hefur New York Times greint frá því að hátt settir embættismenn innan Hvíta hússins hafi óskað eftir því að leyniþjónustan rannsaki kenningar þær sem snúa að rannsóknarstofu í Wuhan.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira