Erlent

Komu í veg fyrir hryðju­verka­á­rás í Dan­mörku

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Kaupmannahöfn, höfuðborg Danmerkur.
Frá Kaupmannahöfn, höfuðborg Danmerkur. Getty

Danska öryggislögreglan PET og lögreglan í Kaupmannahöfn hefur komið í veg fyrir að hryðjuverkaárás hafi verið gerð í landinu.

Frá þessu var greint á fréttamannafundi lögreglu nú síðdegis. Sagði lögreglustjórinn Jørgen Bergen Skov að einn hafi verið handtekinn vegna gruns um skipulagningu íslamskrar hryðjuverkaárásar á danskri jörð.

Danskir fjölmiðlar segja frá því að maðurinn hafi verið handtekinn í aðgerðum lögreglu skömmu fyrir klukkan 14 að staðartíma í dag.­

Maðurinn verður yfirheyrður á morgun, en lögregla telur á þessu stigi máls að hann hafi staðið einn að skipulagningu árásar.

Ekki fékkst upplýst hvar nákvæmlega maðurinn hafi ætlað sér að fremja árásina, eða hvað hafi komið lögreglu á sporið. Sömuleiðis fékkst ekki svar við því hvort að maðurinn hafi áður komið við sögu hjá lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×