Erlent

Komu í veg fyrir hryðju­verka­á­rás í Dan­mörku

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Kaupmannahöfn, höfuðborg Danmerkur.
Frá Kaupmannahöfn, höfuðborg Danmerkur. Getty

Danska öryggislögreglan PET og lögreglan í Kaupmannahöfn hefur komið í veg fyrir að hryðjuverkaárás hafi verið gerð í landinu.

Frá þessu var greint á fréttamannafundi lögreglu nú síðdegis. Sagði lögreglustjórinn Jørgen Bergen Skov að einn hafi verið handtekinn vegna gruns um skipulagningu íslamskrar hryðjuverkaárásar á danskri jörð.

Danskir fjölmiðlar segja frá því að maðurinn hafi verið handtekinn í aðgerðum lögreglu skömmu fyrir klukkan 14 að staðartíma í dag.­

Maðurinn verður yfirheyrður á morgun, en lögregla telur á þessu stigi máls að hann hafi staðið einn að skipulagningu árásar.

Ekki fékkst upplýst hvar nákvæmlega maðurinn hafi ætlað sér að fremja árásina, eða hvað hafi komið lögreglu á sporið. Sömuleiðis fékkst ekki svar við því hvort að maðurinn hafi áður komið við sögu hjá lögreglu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.