Búbót fyrir félögin ef áfengis- og veðmálaauglýsingar yrðu leyfðar á íþróttaviðburðum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. maí 2020 10:57 Úr leik í Pepsi Max-deild karla síðasta sumar. vísir/bára Tekjumöguleikar íslenskra íþróttafélaga myndu aukast ef áfengis- og veðmálafyrirtæki fengju að auglýsa á íþróttaviðburðum hér á landi. Málið er þó langt því frá einfalt. „Þessi umræða hefur komið upp áður en það er regluverk á Íslandi sem tekur á þessum hlutum. Öll félög á Íslandi fá umtalsverða fjármuni frá Íslenskri getspá en ef þessi fyrirtæki mættu auglýsa myndi það bara fjölga þeim fyrirtækjum sem félög geta sótt sér styrki til. Þetta er í öllum nágrannalöndum, þar eru þessi fyrirtæki mjög áberandi styrkaraðilar íþróttafélaga,“ sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, í samtali við Vísi. „Þetta myndi hjálpa og opna fleiri tekjumöguleika fyrir félögin. En á móti kemur gætu orðið breytingar á framlögunum frá Íslenskri getspá sem styður íslenskt íþróttalíf myndarlega. Þetta þyrfti ekki bara að vera plús. Annað gæti minnkað á móti.“ Birgir sér ekki að breytingar á þessu regluverki verði gerðar í nánustu framtíð. „Þetta hefur oft verið í umræðunni en ég sé þetta ekki gerast einn, tveir og bingó. En við myndum fagna því að fá fleiri fyrirtæki inn á þennan markað því þessi fyrirtæki eru mjög virk erlendis. Maður gefur sér að það myndi líka vera þannig hérna,“ sagði Birgir. Í Sportinu í dag í vikunni kom fram að tvö erlend veðmálafyrirtæki hafi sýnt áhuga á að kaupa nafnið á heimavelli Vals fyrir nokkrum árum. Ekkert varð þó úr því. Birgir segir að erlend veðmálafyrirtæki hafi sýnt íslenskum fótbolta áhuga. „Já, ég veit til þess. Þessi fyrirtæki hafa kannað möguleikann á að koma inn í þetta en bakkað út,“ sagði Birgir. Fjölmargir Íslendingar nýta sér þjónustu erlendra veðmálafyrirtækja en enginn peningur verður eftir, eða skilar sér aftur í íslenska íþróttahagkerfið. „Það fer mest í taugarnar á manni. Þú getur farið inn á hvaða veðmálasíðu sem er, notað íslenskt kreditkort og ekkert vesen. En enginn peningur verður eftir. Manni finnst það fúlt. Það er ekkert sem situr eftir. Markaðurinn er svo sannarlega fyrir hendi hérna,“ sagði Birgir að lokum. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Auglýsinga- og markaðsmál Fjárhættuspil Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira
Tekjumöguleikar íslenskra íþróttafélaga myndu aukast ef áfengis- og veðmálafyrirtæki fengju að auglýsa á íþróttaviðburðum hér á landi. Málið er þó langt því frá einfalt. „Þessi umræða hefur komið upp áður en það er regluverk á Íslandi sem tekur á þessum hlutum. Öll félög á Íslandi fá umtalsverða fjármuni frá Íslenskri getspá en ef þessi fyrirtæki mættu auglýsa myndi það bara fjölga þeim fyrirtækjum sem félög geta sótt sér styrki til. Þetta er í öllum nágrannalöndum, þar eru þessi fyrirtæki mjög áberandi styrkaraðilar íþróttafélaga,“ sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, í samtali við Vísi. „Þetta myndi hjálpa og opna fleiri tekjumöguleika fyrir félögin. En á móti kemur gætu orðið breytingar á framlögunum frá Íslenskri getspá sem styður íslenskt íþróttalíf myndarlega. Þetta þyrfti ekki bara að vera plús. Annað gæti minnkað á móti.“ Birgir sér ekki að breytingar á þessu regluverki verði gerðar í nánustu framtíð. „Þetta hefur oft verið í umræðunni en ég sé þetta ekki gerast einn, tveir og bingó. En við myndum fagna því að fá fleiri fyrirtæki inn á þennan markað því þessi fyrirtæki eru mjög virk erlendis. Maður gefur sér að það myndi líka vera þannig hérna,“ sagði Birgir. Í Sportinu í dag í vikunni kom fram að tvö erlend veðmálafyrirtæki hafi sýnt áhuga á að kaupa nafnið á heimavelli Vals fyrir nokkrum árum. Ekkert varð þó úr því. Birgir segir að erlend veðmálafyrirtæki hafi sýnt íslenskum fótbolta áhuga. „Já, ég veit til þess. Þessi fyrirtæki hafa kannað möguleikann á að koma inn í þetta en bakkað út,“ sagði Birgir. Fjölmargir Íslendingar nýta sér þjónustu erlendra veðmálafyrirtækja en enginn peningur verður eftir, eða skilar sér aftur í íslenska íþróttahagkerfið. „Það fer mest í taugarnar á manni. Þú getur farið inn á hvaða veðmálasíðu sem er, notað íslenskt kreditkort og ekkert vesen. En enginn peningur verður eftir. Manni finnst það fúlt. Það er ekkert sem situr eftir. Markaðurinn er svo sannarlega fyrir hendi hérna,“ sagði Birgir að lokum.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Auglýsinga- og markaðsmál Fjárhættuspil Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira