Heldur upp á hundrað ára afmæli og hefur safnað tæpum sex milljörðum Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2020 12:05 Moore var gerður að heiðurs-ofursta í morgun. Vísir/Varnarmálaráðuneyti Bretlands Tom Moore, ein stærsta hvunndagshetja Breta um þessar mundir, heldur upp á hundrað ára afmæli sitt í dag. Moore hefur nú safnað tæpum sex milljörðum króna til styrktar Heilbrigðisstofnunar Bretlands (NHS) og segir gjafmildi almennings vera yfirþyrmandi. Í afmælisgjöf fékk Moore, sem var kafteinn í breska hernum og þjónaði í seinni heimsstyrjöldinni, heiðurstitilinn ofursti og var herflugvélum frá stríðinu flogið yfir heimili hans. Moore ákvað í byrjun mánaðarins að halda upp á hundrað ára afmæli sitt með því að ganga hundrað ferðir yfir lóð sína. Í leiðinni ætlaði hann að safna þúsund pundum fyrir NHS. Sú upphæð safnaðist hratt og var stefnan sett næst sett á 500 þúsund pund. Þegar þetta er skrifað, skömmu fyrir hádegi, hafði Moore safnað 31,166.041 pundum. Það samsvarar 5,7 milljörðum króna. Söfnuninni lýkur á miðnætti í kvöld. Moore segist mjög þakklátur fyrir þann stuðning sem hann hefur fengið og segist hafa öðlast nýjan tilgang. „Fólk er alltaf að segja að það sem ég hef gert sé ótrúlegt. Það er hins vegar það sem þið hafið gert fyrir mig sem er ótrúlegt,“ er haft eftir Moore í frétt Guardian. Tom Moore Hann kláraði hundrað ferðirnar um miðjan mánuðinn en hefur haldið áfram að ganga. Eftir afmælisveisluna í dag segist Moore ætla að hvíla fæturna. Hann segist þó ekki hættur að reyna að hjálpa fólki og segist ætla að finna nýjar leiðir fljótt. Moore hefur samkvæmt Sky News fengið meira en 140 þúsund afmæliskort og þar á meðal eru kveðjur frá konungsfjölskyldu Bretlands, Boris Johnson forsætisráðherra og mörgum öðrum. Hér að neðan má sjá hluta úr sérstakri útsendingu BBC frá afmælisveislu Moore í morgun. "I remember when they were flying, not with peace but with anger."#CaptainTomMoore was treated to a flypast to celebrate his 100th birthday. But #BBCBreakfast had a lot more surprises in store...You can see all our reports here: https://t.co/NUrMdfQFKm pic.twitter.com/5HTWjx4n4Q— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) April 30, 2020 I ve never been 100 before This is how #CaptainTomMoore feels about turning 100 as #BBCBreakfast wish him a very happy 100th birthday More here: https://t.co/oemrqsIEdK pic.twitter.com/wj5NMYoLEo— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) April 30, 2020 As #CaptainTomMoore celebrates his 100th birthday, #BBCBreakfast looks at his life in the military, as part of the 'forgotten army' during World War Two. More here: https://t.co/laoMr6NUoH pic.twitter.com/M249LFVYzQ— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) April 30, 2020 Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Náði markmiði sínu en ætlar að ganga áfram og safna meira Hinn 99 ára gamli Moore náði markmiði sínu í morgun þegar hann gekk hundruðustu ferðina yfir lóð sína. 16. apríl 2020 12:16 Tom gamli í sjöunda himni og er búinn að safna 1,8 milljörðum Tom ætlaði í upphafi að safna þúsund pundum fyrir Heilbrigðisstofnun Bretlands. Pundin eru nú orðin meira en tíu milljón talsins. 15. apríl 2020 22:09 Ætlaði að safna 180 þúsund krónum en er kominn vel yfir milljarð 99 ára gamall maður sem ætlaði að safna tæpum 200 þúsnd krónum til styrktar Heilbrigðisstofnunar Bretlands hefur safnað meira en milljarði. 15. apríl 2020 12:35 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Sjá meira
Tom Moore, ein stærsta hvunndagshetja Breta um þessar mundir, heldur upp á hundrað ára afmæli sitt í dag. Moore hefur nú safnað tæpum sex milljörðum króna til styrktar Heilbrigðisstofnunar Bretlands (NHS) og segir gjafmildi almennings vera yfirþyrmandi. Í afmælisgjöf fékk Moore, sem var kafteinn í breska hernum og þjónaði í seinni heimsstyrjöldinni, heiðurstitilinn ofursti og var herflugvélum frá stríðinu flogið yfir heimili hans. Moore ákvað í byrjun mánaðarins að halda upp á hundrað ára afmæli sitt með því að ganga hundrað ferðir yfir lóð sína. Í leiðinni ætlaði hann að safna þúsund pundum fyrir NHS. Sú upphæð safnaðist hratt og var stefnan sett næst sett á 500 þúsund pund. Þegar þetta er skrifað, skömmu fyrir hádegi, hafði Moore safnað 31,166.041 pundum. Það samsvarar 5,7 milljörðum króna. Söfnuninni lýkur á miðnætti í kvöld. Moore segist mjög þakklátur fyrir þann stuðning sem hann hefur fengið og segist hafa öðlast nýjan tilgang. „Fólk er alltaf að segja að það sem ég hef gert sé ótrúlegt. Það er hins vegar það sem þið hafið gert fyrir mig sem er ótrúlegt,“ er haft eftir Moore í frétt Guardian. Tom Moore Hann kláraði hundrað ferðirnar um miðjan mánuðinn en hefur haldið áfram að ganga. Eftir afmælisveisluna í dag segist Moore ætla að hvíla fæturna. Hann segist þó ekki hættur að reyna að hjálpa fólki og segist ætla að finna nýjar leiðir fljótt. Moore hefur samkvæmt Sky News fengið meira en 140 þúsund afmæliskort og þar á meðal eru kveðjur frá konungsfjölskyldu Bretlands, Boris Johnson forsætisráðherra og mörgum öðrum. Hér að neðan má sjá hluta úr sérstakri útsendingu BBC frá afmælisveislu Moore í morgun. "I remember when they were flying, not with peace but with anger."#CaptainTomMoore was treated to a flypast to celebrate his 100th birthday. But #BBCBreakfast had a lot more surprises in store...You can see all our reports here: https://t.co/NUrMdfQFKm pic.twitter.com/5HTWjx4n4Q— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) April 30, 2020 I ve never been 100 before This is how #CaptainTomMoore feels about turning 100 as #BBCBreakfast wish him a very happy 100th birthday More here: https://t.co/oemrqsIEdK pic.twitter.com/wj5NMYoLEo— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) April 30, 2020 As #CaptainTomMoore celebrates his 100th birthday, #BBCBreakfast looks at his life in the military, as part of the 'forgotten army' during World War Two. More here: https://t.co/laoMr6NUoH pic.twitter.com/M249LFVYzQ— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) April 30, 2020
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Náði markmiði sínu en ætlar að ganga áfram og safna meira Hinn 99 ára gamli Moore náði markmiði sínu í morgun þegar hann gekk hundruðustu ferðina yfir lóð sína. 16. apríl 2020 12:16 Tom gamli í sjöunda himni og er búinn að safna 1,8 milljörðum Tom ætlaði í upphafi að safna þúsund pundum fyrir Heilbrigðisstofnun Bretlands. Pundin eru nú orðin meira en tíu milljón talsins. 15. apríl 2020 22:09 Ætlaði að safna 180 þúsund krónum en er kominn vel yfir milljarð 99 ára gamall maður sem ætlaði að safna tæpum 200 þúsnd krónum til styrktar Heilbrigðisstofnunar Bretlands hefur safnað meira en milljarði. 15. apríl 2020 12:35 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Sjá meira
Náði markmiði sínu en ætlar að ganga áfram og safna meira Hinn 99 ára gamli Moore náði markmiði sínu í morgun þegar hann gekk hundruðustu ferðina yfir lóð sína. 16. apríl 2020 12:16
Tom gamli í sjöunda himni og er búinn að safna 1,8 milljörðum Tom ætlaði í upphafi að safna þúsund pundum fyrir Heilbrigðisstofnun Bretlands. Pundin eru nú orðin meira en tíu milljón talsins. 15. apríl 2020 22:09
Ætlaði að safna 180 þúsund krónum en er kominn vel yfir milljarð 99 ára gamall maður sem ætlaði að safna tæpum 200 þúsnd krónum til styrktar Heilbrigðisstofnunar Bretlands hefur safnað meira en milljarði. 15. apríl 2020 12:35