Gott að hafa Eddu öskrandi á hliðarlínunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2016 06:00 Ásdís Karen Halldórsdóttir í leik með KR-liðinu í sumar. Vísir/Eyþór Ásdís Karen Halldórsdóttir og félagar í kvennaliði KR afrekuðu það í júní sem karlaliðinu tókst ekki – að vinna leik. Sá sigur var ekki aðeins fyrsti sigur KR-liðsins í Pepsi-deild kvenna í sumar heldur örugglega einn sá dramatískasti á öllu fótboltasumrinu hér heima. Það stefndi þó allt í sigur Selfoss tólf mínútum fyrir leikslok þegar staðan var 3-1 fyrir gestina frá Selfossi. Ungu stelpurnar í KR-liðinu tóku það hins vegar ekki í mál að tapa aftur á heimavelli eins og á móti FH á dögunum.Erum með sterka karaktera „Ég eiginlega veit ekki hvernig við fórum að þessu. Mér fannst við ekkert vera síðri í leiknum en þær komast samt í 3-1. Það var bara góður karakter hjá okkur að ná að vinna þetta upp,“ segir Ásdís og bætti við: „Við náðum góðu stigi á móti bæði Val og Þór/KA en hefðum kannski átt að vinna FH. Þetta var því mjög mikilvægur sigur,“ segir Ásdís. „Við erum með góða liðsheild og erum bara með gott lið. Það er gaman að spila með þessu liði. Við erum með mjög sterka karaktera innan liðsins og auðvitað líka með góða leikmenn þó að við séum ungar. Við sýndum það að allt er hægt með því að skora þrjú mörk á sjö mínútum. Það er hægt þó að við tryðum því kannski ekki alveg fyrir þennan leik,“ segir Ásdís. Ásdís Karen Halldórsdóttir gerði heldur betur sitt í leiknum því hún skoraði tvö mörk og jafnaði leikinn í bæði 1-1 og svo 3-3. „Það er alltaf gaman að skora,“ segir Ásdís en dómari leiksins skráði þó fyrra markið ekki á hana þótt hún hafi skorað. „Ég skil það ekki alveg. Ég þarf að láta breyta þessu,“ sagði Ásdís Karen hlæjandi. Hún hefur átt þátt í fjórum af sjö mörkum KR í sumar, skorað þrjú sjálf og átt eina stoðsendingu. Ekki slæmt fyrir sautján ára stelpu að stíga sín fyrstu skref sem lykilmaður í Pepsi-deild kvenna.Vísir/EyþórEdda mjög góður þjálfari Edda Garðarsdóttir þjálfar KR-konur og Ásdís Karen er ánægð þjálfarann sinn. Það er hins vegar alltof sjaldgæft að konur séu að þjálfa í kvennadeildinni. „Hún er mjög góður þjálfari. Hún er góð að peppa okkur upp fyrir leiki og svona. Það er líka gott að hafa hana öskrandi á hliðarlínunni. Við viljum vinna alla leiki og þá sérstaklega hún. Við mætum í alla leiki til þess að vinna þá þegar hún er að þjálfa okkur. Við berum mikla virðingu fyrir því sem hún hefur afrekað og við vitum að hún kann þetta,“ segir Ásdís. En hver eru hennar markmið í sumar?Viljum ekki vera í fallbaráttu „Ég stefni alltaf að því að standa mig sem best og skora fleiri mörk. Fyrst og fremst er markmiðið sett á það að vinna fleiri leiki. Við viljum ekkert vera í fallbaráttu því það er ekki stefnan heldur að koma okkur ofar í töflunni. Ég geri bara allt sem ég get til þess að KR gangi vel,“ segir Ásdís. Karlalið KR tapaði öllum leikjum sínum í júnímánuði og sigurinn á Selfossi var eini sigur félagsins í Pepsi-deildinni í mánuðinum. „Það er kannski meiri leikgleði í gangi hjá okkur en þeim, ég veit það ekki. Ég veit ekki alveg hvað er í gangi hjá þeim. Þær ættu kannski að taka okkur til fyrirmyndar,“ segir Ásdís Karen í léttum tón að lokum. Næsti leikur KR er á móti Fylki í Árbæ í kvöld en sá leikur hefst klukkan 19.15 á Floridanavellinum og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
Ásdís Karen Halldórsdóttir og félagar í kvennaliði KR afrekuðu það í júní sem karlaliðinu tókst ekki – að vinna leik. Sá sigur var ekki aðeins fyrsti sigur KR-liðsins í Pepsi-deild kvenna í sumar heldur örugglega einn sá dramatískasti á öllu fótboltasumrinu hér heima. Það stefndi þó allt í sigur Selfoss tólf mínútum fyrir leikslok þegar staðan var 3-1 fyrir gestina frá Selfossi. Ungu stelpurnar í KR-liðinu tóku það hins vegar ekki í mál að tapa aftur á heimavelli eins og á móti FH á dögunum.Erum með sterka karaktera „Ég eiginlega veit ekki hvernig við fórum að þessu. Mér fannst við ekkert vera síðri í leiknum en þær komast samt í 3-1. Það var bara góður karakter hjá okkur að ná að vinna þetta upp,“ segir Ásdís og bætti við: „Við náðum góðu stigi á móti bæði Val og Þór/KA en hefðum kannski átt að vinna FH. Þetta var því mjög mikilvægur sigur,“ segir Ásdís. „Við erum með góða liðsheild og erum bara með gott lið. Það er gaman að spila með þessu liði. Við erum með mjög sterka karaktera innan liðsins og auðvitað líka með góða leikmenn þó að við séum ungar. Við sýndum það að allt er hægt með því að skora þrjú mörk á sjö mínútum. Það er hægt þó að við tryðum því kannski ekki alveg fyrir þennan leik,“ segir Ásdís. Ásdís Karen Halldórsdóttir gerði heldur betur sitt í leiknum því hún skoraði tvö mörk og jafnaði leikinn í bæði 1-1 og svo 3-3. „Það er alltaf gaman að skora,“ segir Ásdís en dómari leiksins skráði þó fyrra markið ekki á hana þótt hún hafi skorað. „Ég skil það ekki alveg. Ég þarf að láta breyta þessu,“ sagði Ásdís Karen hlæjandi. Hún hefur átt þátt í fjórum af sjö mörkum KR í sumar, skorað þrjú sjálf og átt eina stoðsendingu. Ekki slæmt fyrir sautján ára stelpu að stíga sín fyrstu skref sem lykilmaður í Pepsi-deild kvenna.Vísir/EyþórEdda mjög góður þjálfari Edda Garðarsdóttir þjálfar KR-konur og Ásdís Karen er ánægð þjálfarann sinn. Það er hins vegar alltof sjaldgæft að konur séu að þjálfa í kvennadeildinni. „Hún er mjög góður þjálfari. Hún er góð að peppa okkur upp fyrir leiki og svona. Það er líka gott að hafa hana öskrandi á hliðarlínunni. Við viljum vinna alla leiki og þá sérstaklega hún. Við mætum í alla leiki til þess að vinna þá þegar hún er að þjálfa okkur. Við berum mikla virðingu fyrir því sem hún hefur afrekað og við vitum að hún kann þetta,“ segir Ásdís. En hver eru hennar markmið í sumar?Viljum ekki vera í fallbaráttu „Ég stefni alltaf að því að standa mig sem best og skora fleiri mörk. Fyrst og fremst er markmiðið sett á það að vinna fleiri leiki. Við viljum ekkert vera í fallbaráttu því það er ekki stefnan heldur að koma okkur ofar í töflunni. Ég geri bara allt sem ég get til þess að KR gangi vel,“ segir Ásdís. Karlalið KR tapaði öllum leikjum sínum í júnímánuði og sigurinn á Selfossi var eini sigur félagsins í Pepsi-deildinni í mánuðinum. „Það er kannski meiri leikgleði í gangi hjá okkur en þeim, ég veit það ekki. Ég veit ekki alveg hvað er í gangi hjá þeim. Þær ættu kannski að taka okkur til fyrirmyndar,“ segir Ásdís Karen í léttum tón að lokum. Næsti leikur KR er á móti Fylki í Árbæ í kvöld en sá leikur hefst klukkan 19.15 á Floridanavellinum og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira